Það kom mér á óvart hve ræða Gylfa Magnússonar var góð. Maður fékk örlítið bjartsýniskast á meðan henni stóð. Það mátti treysta formanni Framsóknarflokksins til að breyta bjartsýninni í svartsýni á svipstundu.
Að horfa á Ögmund var svo hreinlega dálítið móment. SJS kom í salinn til að hlusta, þóttist vera að lesa framanaf en hlustaði af einbeitingu undir lokin. Ögmundur smíðaði brú áleiðis til stjórnarandstöðu og gerði klárt í málamiðlun og jafnvel opnaði á stjórnarmyndun ef allt fellur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli