1. Það er mikil óvissa hve reikningurinn er hár og í versta falli er töluverð óvissa á hvort landið ráði við reikninginn.
2. Endurskoðunarákvæðið er ótryggt.
3. Gjaldfellingarákvæðin eru áhættusöm, t.d. þegar Hollendingar meta nú lán norðurlandanna óhagstæðari fyrri Ísland en Icesave.
4. Icesave-krafan byggir ekki á lögfræðilegum úrskurði heldur pólitískum þrýstingi. Við undirritun samnings verður hún ómótmælanleg.
5. Vextirnir eru sérstaklega óhagstæðir, m.a. þar sem þeir eru ekki forgangskröfur.
6. Bretar hafa sjálfir brugðist samskonar lagatilskipun og neitað að borga.
7. Þjóðin er á móti Icesave.
8. Framkoma Íslendinga í málinu einkennist af óheiðarleika og græðgi fyrir hrun og vangetu og -kunnáttu eftir hrun.
9. Ástæða þess að Fjármálaráðherra vill samþykkja Icesave er að hluta til útskýrð í leyniskjölum sem enginn má opinbera. Að taka stærstu ákvörðun Íslandssöguna án þess að opinbera forsendurnar er andlýðræðislegt.
P.s. Hvað stendur í síðasta bréfinu í leynimöppunni, Birgitta?
10. Þótt samningnum verði hafnað hafa samningsaðilarnir enga hagsmuni af því að berja á Íslandi. Þeirra hagur er að ná besta samningi sem þeir geta náð. Það hlýtur að gilda nú, ekki síður en ef endurskoðunarákvæðið verður virkt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli