1. júlí 2009
Einstök samúð Breta: Ronnie Biggs
Lestarræninginn og smáseyðið Ronnie Biggs snéri heim til Bretlands árið 2001 uppgefinn á sál og líkama.
Þá hafði hann fengið tvö hjartaáföll og beiddist þess að fá að eyða síðustu æviárunum frjáls maður. Því var hafnað.
Síðan þá hefur hann fengið lífshættulega sýkingu, þurft að nærast í æð og nú síðast nokkur heilablóðföll sem valda því að í dag er hann mállaus og ófær um gang. Þá fekk hann alvarlega lungnabólgu í vor.
Snemma í ár var stungið upp á því að honum yrði veitt frelsi enda er hann líklega við dauðans dyr.
En það strandar á peningum.
Það má ekki henda honum úr fangelsi án þess að koma honum fyrir á stofnun. Hann þarf sólarhringsumsjón.
Og þess vegna hefur Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, neitað að samykkja náðun. Rökin eru þau að Ronnie hafi ekki iðrast nóg.
Ronnie er 79 ára.
Svona fara hinir mildu Bretar með þá sem þeir telja að hafi stolið af sér peningum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þó ég sé í sjálfu sér sammála, þykir mér uppsetningin hjá þér dálítið klám.
Ronnie var dæmdur í 30 ára fangelsi, en flúði til land eftir 1 ár, með hluta peningana. Í Brasilíu lifði hann góðu lífi (að eigin sögn) í tugi ára; snýr svo heim 2001 og ætlast til að labba um frjáls maður.
Eftir að hafa setið af sér 1 ár af 30.
Annars sneri þetta ekki bara að peningum, því lestarstjórinn sem þeir félagar réðust á jafnaði sig aldrei eftir þá meðferð.
Hvað um það. Burtséð frá uppsetningu, sem mér sýnist þó ágætt innlegg í hópefli Íslendinga gegn Bretum, er ég þér sammála.
Það er dálítil hystería í Straw að halda karlinum inni. Hann er klárlega á síðustu metrunum, gæti ekki gert flugu mein þó hún væri límd á handabakið á honum og hefur nú setið af sér 1/3 af dómnum.
Þetta er vafalaust allt rétt hjá þér. Auðvitað er ég að klæmast dálítið með vorkunnina á karlinum og hjartahörku Breta. En punkturinn er gildur.
Bresk stjórnvöld hafa aldrei verið þekkt fyrir sérstaklega milda stefnu gagnvart þeim sem þau eru í slag við. Þetta er mjög aggresívt samfélag og hafa margir fleiri en íslendingar fengið að finna fyrir því.
Þau hika ekki við að nota mátt sinn og megin til að fá sínu fram og stunda, eðlilega, ríka hagsmunagæslu.
Ég sakna þess sama hjá íslendingum.
Annars þykir mér bara sorglegt hvernig komið er fyrir karlræflinum og að að hefði verið mannsbragur að því hjá Straw að náða hann.
Skrifa ummæli