Það er ofur eðlileg ástæða fyrir því að fólk gæti hugsað sér að kjósa Framsókn og Sjálfstæðisflokk.
Vinstri stjórnin fer í engu öðruvísi að en þessir flokkar. Lítur aðeins á það sem sitt hlutverk að leiða þau mál til lykta sem byrjað var á. Stjórnarskiptin voru ekkert annað en þriggja mánaða tímasóun. Skipta dýralækni út fyrir jarðfræðing. Senda kommúnískan stúdent inn í hringinn gegn einum af reyndustu fjármálamönnum Breta. Vippa hagfræðingnum út og setja flughrædda flugfreyju í staðinn. Herða á leynimakkinu og freista þess að sniðganga lýðræðið.
Ef Sjálfstæðisflokkur hefði fengið að klára þar sem hann var byrjaður á undir loftkenndum skömmum Steingríms J. hefði niðurstaðan vafalaust orðið betri. Þeir voru þó örlítið smeykir við almenning. Steingrímur Joð óttast engan. Öskrar þá niður sem hann telur sig ráða við. Hnippir í stjórnarandstæðinga ef hann langar og gargar: éttan sjálfur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli