Það kemur úr hörðustu átt að saka þingmenn Borgarahreyfingarinnar um að nota ESB málið sem pólitíska skiptimynt. Hvað þá hneykslast á því.
Borgarahreyfingin var þar til nú eini flokkurinn (með dvergflokknum Framsókn) sem ekki hafði gert sig sekan um nákvæmlega það.
Sjálfstæðisflokkurinn var á móti málinu til að valda meirihlutanum vandræðum.
Vinstri grænir keyptu málið fyrir fleiri kjötbita úr katlinum.
Samfylking seldi málið.
Og hví skyldi Borgarahreyfingin ekki gera slíkt hið sama? Eða ætla hinir flokkarnir og málsvarar þeirra að krefjast þess að þingmenn hennar gangi um sali Alþingis eins og sauðskir Birtíngar á meðan þeir sjálfir stunda hráskinnaleik?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli