Árni í Múla var eitt sinn sendur til að semja við Ameríkana um stæka hagsmuni þjóðarinnar. Hann komst bara til Köben, varð veikur. Hriflu-Jónas gaf lítið fyrir veikindin, sagði að Árni hefði dottið í það í Köben og strandað í flöskubotni. Gaf honum viðurnefnið Árni óheppni, maðurinn sem ekki fann Ameríku.
Það státa ekki öll lönd af slíkum gersemum í sögu utanríkispólitíkur.
Samfylkingin virðist vera uppvakningur Árna þegar kemur að samningatækni í útlöndum. Það hlýtur mörgum að frjósa hugur við að flokkurinn sem leiddi framboð Íslands í Öryggisráðið og Icesave-samningana - ætli að semja um aðild að ESB.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli