10. júlí 2009

Inn eða út?

Hvar er kjarni þingstarfsins? Hvar liggur mikilvægið?

Þegar verið var að ræða Icesave í þingsal mátti skilja á stjórninni að mál væri að hætta blaðrinu svo hægt væri að setja málið í nefnd.

Þegar verið var að fjalla um umsókn að ESB í nefnd lá á að koma málinu í þingsalinn hvort sem menn væru sáttir eða ekki.

Steingrímur Joð brást við liðhlaupanum sínum með því að segja því sem næst að það væri pólitísku forystunnar að leiða mál í gegn um þingið. Almennir þingmenn eiga svo aðeins að fylgja eigin samvisku í kosningunni.

Ég er ekki viss um að honum sé stætt á slíkri túlkun.

Engin ummæli: