4. júlí 2009

10 ástæður fyrir samþykki Icesave (uppfært)

1. Það var á ábyrgð FME og stjórnvalda á Íslandi að takmarka áhættu þjóðarinnar af bankaútrásinni. Innlendar stofnanir brugðust. Ábyrgðin lá fyrir.

2. Með því að bjarga andliti evrópska fjármálaheimsins fær landið velvilja erlendis.

3. Ef Ísland ræður við samninginn er hann nærtækasta leiðin út úr vandanum. Og getur orðið harla auðveld ef mikið fæst fyrir eignir Landsbankans.

4. Ef ESB og AGS ákveða að fara í hart formlega eða óformlega getur ástandið á Íslandi snarversnað.

5. Trúverðuleiki þjóðarinnar er að veði.

6. Ef málið verður ekki klárað fyrir október fellur öll skuldbindingin á Ísland nú þegar en ekki eftir 7 ár eins og samningurinn segir til um.

7. Eftir sjö ár verða komnir nýir pólitíkusar hér heima sem og í Bretlandi og Hollandi. Farið verður að fenna yfir hörmungarsögurnar af bresku líknarfélögunum og hollensku bæjunum sem fóru á hausinn - auk þess sem Íslendingar verða kannski búnir að draga a.m.k. 1-2 bankagúbba fyrir dómara. Ef planið er að höfða til meðaumkunar umheimsins gæti verið betra að bíða í lengstu lög.

8.

9.

10.

Fleiri röksemdir óskast. Sem og mótrök eða andmæli, með og á móti.

3 ummæli:

Stefán Pálsson sagði...

Og einn í viðbót:

* Ábyrgð íslenskra stjórnvalda (amk hvað varðar hollenska hluta Icesave) er meiri en að einhver "eftirlitskerfi hafi brugðist". Í Hollandi var frekar um að ræða meðvitaðan ránsleiðangur stjórnenda Landsbankans sem fór fram með vitund og stuðningi íslenskra ráðherra. Viðvörunarorðum Hollendinga var svarað með skætingi, þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands ræddi á sama tíma hættuna á krassi bankans. Ekki skrítið þótt stjórnarandstaðan í Hollandi sé æf út í þessa samninga...

Nafnlaus sagði...

Af hverju eru Árni Matt, Geir, Solla, Dabbi og fleiri horfin af sjónar sviðinu ??????

Nafnlaus sagði...

Það er vitlaust gefið. Íslenskur fasteignasali / bílasali / blaðamaður / bankamaður / ... tekur við peningum í Bretlandi og Hollandi til braska með. Braskið gengur ekki upp og tryggingar eru ófullnægjandi. Þá verða hinir íslendingarnir að borga ?!? Afhverju finnst ráðamönnum þetta sjálfsagt ef um bankamann er að ræða en ekki hina?