23. júní 2009

Tvískinnungur breskra stjórnvalda

Samantekt
Fyrir 9 árum hrundu bresk fyrirtæki og með þeim lífeyrissóðir starfsmanna. Þrátt fyrir að breskum stjórnvöldum bæri skylda samkvæmt evróputilskipun að tryggja rétt starfsmanna hafa þau neitað að borga. Umboðsmaður fann að því hattalagi og benti á að stjórnvöld hefðu gefið í skyn í ræðu og riti að sjóðirnir væru öruggir. Hann krafðist þess að bætur kæmu fyrir. Eftir mikið þóf hafa stjórnvöld verið dæmd til greiðslu bóta. Ráðherrar gáfu í skyn að þeir mndu standa í vegi fyrir slíkum bótum en sú rödd þagnaði þegar Icesave málið kom upp enda óþægilega líkt. Niðurstaðan er sú að bretar eru hræsnarar.

Tvískinnungur breskra stjórnvalda

Eftir að hafa skoðað lífeyrissjóðsmálin betur fann ég vísbendingu um að málið var eitthvað rætt í Bretlandi síðasta haust, sbr. grein eftir Malcolm Wheatley sem ber heitið It's An Inequitable Life: Icesave vs. Equitable.

Lykilatriðið er það að breskum stórnvöldum bar, samkvæmt evróputilskipun 80/987/EEC frá 1980 að tryggja að lífeyrissjóðsréttindi borgaranna væru tryggð.

Grein 8 er þannig:


Member States shall ensure that the necessary measures are taken to protect the interests of employees and of persons having already left the employer's undertaking or business at the date of the onset of the employer's insolvency in respect of rights conferring on them immediate or prospective entitlement to old-age benefits, including survivors' benefits, under supplementary company or inter-company pension schemes outside the national statutory social security schemes.


Til að gera langa sögu stutta var regluverk og eftirlit breskra stjórnvalda hraksmíð og tæplega 200 þúsund manns töpuðu verulegum hluta af lífeyrisréttindum sínum vegna þess að stjórnendur sjóða fóru illa með sjóðina.

Bresk stjórnvöld neituðu að bera á því nokkra ábyrgð.

Svo liðu 9 ár.

Umboðsmaður sagði ábyrgð stjórnvalda mikla, ekki síst í ljósi þess að stjórnvöld höfðu gefið út upplýsingabæklinga sem gáfu til kynna að lífeyrissjóðir væru tryggðir. Stjórnvöld ættu því að greiða bætur.

Stjórnvöld brugðust ókvæða við og höfnuðu áliti umboðsmanns.

Hæstiréttur Bretlands sendi spurningar til Evrópudómstólsins til að fá nokkur atriði á hreint.

Spurt var:

(i) are the Member States required to fund themselves the rights to old-age benefits and if so to fund them in full?

(ii) is the United Kingdom legislation compatible with the directive? and

(iii) what is the liability of the Member State in the case of incorrect transposition of the directive?


Niðurstaðan varð sú að (i)ríkin þurfa ekki að standa straum af greiðslum sjálf til að tryggja greiðslur til lífeyrisþega ef sjóðirnir klikka.

(ii) að nokkuð vantaði upp á að breska kerfið væri fullnægjandi þar sem dæmi væru um að fólk hefði tapað miklu fé, og

(iii) að Hæstiréttur Bretlands ætti að taka ákvörðun um bætur út frá aðstæðum og gögnum.

Hæstiréttur fékk málið til sín, ákvarðaði að ríkið hefði ranglega hunsað ráðleggingar umboðsmanns – og þar með skyldu sína til að greiða bætur.

Þá sögðu stjórnvöld að erfitt yrði að bæta fólkinu þetta upp (en um 15 kröfuhafar deyja nú á degi hverjum). Fór svo að stofnaður var dómstóll (tribunal) til að taka ákvörðun. Hann hefur ekki enn kynnt niðurstöðu en ráðherrar hótuðu að standa í vegi fyrir greiðslum sem ákveðnar yrðu.

Þar til Northern Rock málið kom upp og svo ICESAVE.

Breska ríkinu er mjög í mun að bankainnistæður séu tryggðar. En þær eru tryggðar með eftirfarandi ákvæði:

Lágmarkstryggingin samkvæmt þessari tilskipun má ekki
leiða til þess að of stór hluti innlána verði óvarinn, sem
snertir bæði neytendavernd og stöðugleika fjármálakerfis-
ins. Þó er ekki viturlegt að festa ákveðið tryggingarstig
í öllu bandalaginu, því það gæti í vissum tilvikum hvatt
til óábyrgrar stjórnunar lánastofnana. Taka verður tillit til
kostnaðar við að fjármagna kerfin. Það virðist hæfilegt að
samræmda lágmarkstryggingin sé 20 000 ECU. Það kann
að vera þörf fyrir afmarkað fyrirkomulag til bráðabirgða
svo að kerfin fái tækifæri til að fullnægja þessum kröfum. (94/19/EB)


Hér er munurinn sá að kveðið er á um tiltekna upphæð í stað þess að segja að ríkið skuli tryggja réttindi, punktur.

Flestir vildu túlka ákvæðið sem snýr að Bretum þannig að þeir ættu að tryggja að fullu. En Evrópudómstóllinn taldi það ekki nauðsynlegt af orðanna hljóðan og fól Hæstarétti landsins að meta hvað vernd réttinda teldist eðlileg.

Bresk stjórnvöld sögðu að dómurinn væri sigur heilbrigðrar skynsemi, að það væri ljóst að stjórnvöldum bæri ekki að tryggja lífeyrissjóðina upp í topp. Fram að dómnum sjálfum voru þeir eina röddin sem hélt því sjónarmiði á lofti.

En líkindin milli málanna eru mikil.

Bretar hafa alla tíð neitað að bera ábyrgð gagnvart Evróputilskipuninni. Þeir hafa látið draga sig organdi úr einu vígi í annað. Tugir þúsunda kröfuhafa eru dánir. Og svo þögnuðu þeir skyndilega.

Opnuðu svo munninn aftur og voru jafnsannfærðir um ríkisábyrgðina og þeir höfðu verið heitir í afneituninni áður.

Það, gott fólk, er hræsni.

Engin ummæli: