28. júní 2009

Ris og hrun Moggabloggarans

Moggabloggið er sálfræðilegt rannsóknarefni. Sérstaklega ef skoðað er hverjir ná það „vinsældum“. Það varpar dálitlu ljósi á þjóðarsálina.

Trekk í trekk hefur sama mynstrið endurtekið sig. Eina leiðin fyrir venjulegt fólk, og þá er ég að meina fólk sem ekki er dauðvona (eða skrifar fyrir hönd einhvers sem er dauðvona) eða sérfræðingar (t.d. um veður eða stjórnmál), er að hafa brodd í skrifunum og skrifa mikið og oft.

Í upphafi voru ekki sérlega margir sem höfðu þennan brodd. Þá nægði að skrifa mikið. Þá var Stefán Fr. með vinsælli mönnum og, ef ég man rétt, oftar en einu sinni hampað í fjölmiðlum sem bloggsérfræðingur.

Í dag eru vinsældir Stefáns næstum engar. Hann er aðallega lesinn vegna þess að það er auðveldara að fá yfirlit frétta hjá honum en á fréttasíðunum.

Þá eru það broddbloggararnir. Sumir hafa of beittan brodd, eru of kjaftforir eða endalaust að predika, og njóta ekki vinsælda því þeir gefa aldrei á sér höggstað. Sýna ekki auðmýkt. Moggabloggarar vilja smá tissjú með blóðbaðinu.

Hinn fullkomni Moggabloggari er á miðjum aldri, kjaftfor og gífuryrtur, en brotin, og á stundum viðkvæm sál.

Þannig fólk nær furðuoft að dilla sér í takt við einhverja mergðartíðni og magnast upp í dansi við hina bloggarana.

En þannig fólk er oft að upplagi allt annað en venjulegt. Og oft kemur í ljós að brestirnir í sálarlífinu eru stærri og meiri en menn hugðu. Og þess vegna ná fáir að halda leikinn út. Fara á endanum yfir strikið og hrapa í vinsældum. Hverfa svo og aðrir koma í staðinn.

Það mætti nefna mörg dæmi.

Keli Danmerkurfari sem var einn af forsvarsmönnum kjötbloggvinahittinga en endaði í beiskju þegar enginn kom í kveðjuhóf sem hann hélt sjálfum sér á Kringlukránni. Þá höfðu vinsældir Kela dvínað mjög því hann var byrjaður á því að segja bara það sem hann vildi, umbúðarlaust og með koffíni.

Magnús Korntopp er þroskaheftur og naut töluverðra vinsælda og velvilja. Hann kallaði alla elsku vini sína og var lungnamjúkur og umtalsgóður. En af og til frussuðust frá honum fullyrðingar sem báru djúpstæðri karlrembu og kvenfyrilitningu hans vitni. Oft var honum fyrirgefið en í dag er þetta búið hjá honum. Síðasta afrek hans var að óska femínistum dauða.

Jens Guð verður á stundum hroðalega taktlaus og ósmekklegur. Þá finnst honum hann alltaf vera að standa á einhverjum prinsippum og áttar sig ekki á að vindar hafa breyst. Og eins og Keli og Korntoppurinn þá upplifir hann sig sem píslarvott. Hann er að verða búinn á því.

Konum gengur töluvert betur en körlum á Moggablogginu. Félagsmynstrið þar er enda fyrst og fremst kvenlegt. Það þarf samskiptalegt tóneyra til að vita hvenær á að gefa í og hvenær á að draga úr. Þannig tekst kjaftforustu kerlingum að viðhalda vinsældum sínum á meðan karlarnir brenna upp eða halda sig á jöðrum bloggheimsins (þar sem endalaust er rifist (t.d. um trúmál) eða einhverfunördast).

Gallinn við kvennanetheima eins og moggabloggið (og er.is) er að smám saman taka samskiptalegu þarfirnar öll völd. Til verður risastórt félagsheimili með átökum, einelti, foringjum, undirokuðum og þorpsfíflum. Til verður samfélag inni í samfélaginu. Netheimurinn verður heimur sem að flestu leyti er jafnvígur „raunheiminum“ ef svo mætti kalla. Og smám saman, eftir því sem netheimurinn fer að passa betur og spila stærri rullu í lífi einstaklingsins, skapast þörf fyrir status quo. Umræðurnar og orðræðan mega ekki ógna jafnvæginu sem fram er komið. Það má ekki takast of harkalega á. Allt þarf að vera dálítið fyrirsjáanlegt.

Það er algjör grundvallarforsenda fyrir framvindu samfélags að hvorttveggja sé til staðar: kvenleg næmni og karllæg samskiptablinda. Stundum þarf að einblína á málefnin. En málefnarúnk án samskiptafærni er ófrjótt. Rökræður krefjast þátttakenda. Hugmyndum er kastað fram og aftur.

Ég les miklu oftar bloggara sem eru ósammála mér en sammála. T.d um Icesave. Mér finnst það miklu meira gefandi. Ég er ekki endilega að skilja eftir athugasemd hjá þeim eða taka það sérstaklega fram í því sem ég skrifa.

Bloggheimurinn í heild er nokkuð þroskaður á Íslandi. En mér finnst sem hann sé tvískiptur. Kvenlega moggabloggið og karllæga restin (og svo ein og ein eyðieyja).

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrirtæki eru meira að segja farin að senda helstu bloggmaskínunum vörur sínar frítt með von um kynningu. Þannig hefur ein slík reglulega umfjallanir um næstum allar nýútkomnar bækur eins bókaútgefenda nokkrum dögum eftir að þær koma fyrst út. Viðkomandi bloggari virðist af skrifunum að dæma lítið annað hafa fyrir stafni en að tjá hugsanir sínar á blogginu á milli þess sem netið er skannað og bækur lesnar. Þessi markaðssetning á bara eftir að aukast í kreppunni. Ódýr auglýsing sem fer víða ef bloggið er mikið lesið.