Jackson átti það til að bjóða þyngdarkraftinum birginn á þann hátt sem sést í þessu myndbandi:
Það vita ekki allir að hann hafði einkaleyfi á þessari brellu, sem er ekkert annað en ofurvenjuleg sjónhverfing. Skórnir sem Jackson og dansararnir eru í er með klauf í hælnum. Klaufin vísar fram. Á gólfinu eru fleygar negldir ofan á gólffjalirnar. Þegar komið er að atriðinu hleypur apaköttur inn á sviðið með blys. Allir horfa á hann. Á meðan smeygja dansararnir fleygunum í klaufirnar og festa þannig skóna við sviðið. Síðan er bara að halla sér. Þegar þeir vilja losna er nóg að draga fæturna aftur.
Hér má skoða einkaleyfið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli