...sem tilbúinn er að spyrja Jóhönnu, Steingrím J., Gylfa Magnússon eða Þórólf Matthíasson (eða bara einhvern) hvers vegna enginn innan ESB sjái tilgang í því að hnoða Ísland í duftið þegar það lendir í vandræðum eftir tæpan áratug – en allir bíði í ofvæni eftir að sprengja það aftur á steinöld ef Alþingi hafnar fyrirliggjandi samningi um Icesave og reynir að gera nýjan.
5 ummæli:
Já, þetta er spurning sem gaman væri að fá svar við.
Pólitíska svarið yrði frekar loðið og froðukennt.
Heiðarlega svarið yrði væntanlega eitthvað á þá leið að eftir tæpan áratug verði þessum þjóðum vonandi búið að renna mesta reiðin. Fólk hefur tilhneigingu til að gleyma hlutum á fáeinum árum. Þannig eru væntanlega fá þeirra deilumála sem voru brennheit árið 2002 jafn eldfim í dag.
Í öðru lagi er vonandi að eftir sjö ár verði Íslendingar aðeins búnir að taka til í sínum málum. Sem stendur eru einu einstaklingarnir sem hafa þurft að segja af sér vegna Icesave sveitarstjórnarmenn í Hollandi og Englandi. Hversu galið er það?
Vandamál okkar í dag er að hluta til það að viðsemjendurnir eru uppfullir af réttlátri reiði. Það er tilfinning sem er afar erfitt að trompa í rökræðum.
Þess vegna getur það verið rökrétt afstaða hjá manni sem telur að við verðum aldrei borgunarmenn fyrir Icesave - að vilja SAMT samþykkja þennan samning - í trausti þess að viðsemjandinn verði alltaf líklegri til að taka rökum eftir sjö ár.
Þetta gæri verið þróunin.
Svo gætu mál þróast á annan veg.
Að eftir áratug eða svo neyðist Íslendingar til að opna aðgang erlends fjármagns að helstu auðlindum landsins: rafmagni, vatni og fiski (ef einhver verður) til að standa undir skuldbindingunum.
Það þarf ekkert yfirmáta frjótt ímyndunarafl til að sjá fyrir sér atburðarás sem endar þannig að okkur verði gert að slátra mjólkurkúnni áður en okkur verður leyft að segja okkur til sveitar.
Þá verður ekkert hlustað á það að við höfum skrifað undir lánssamning vitandi það að við gætum ekki borgað og í þeirri von að mönnum rynni reiðin.
Ekki frekar en hlustað er á þá sem nú renna unnvörpun á hausinn vegna lána sem allir vissu að viðkomandi gætu aldrei borgað. Og það þrátt fyrir að það sé harún hinn mildi fjármálaheimsins, vinstri ríkisstjórn, sem er lánadrottinninn.
Hvernig væri nú að fréttamenn spyrðust fyrir meðal alemnnings í Evrópu? Þeir myndu komast að því að Evrópubúar eru ekki reiðir. Evrópubúar eru ekki reiðir.
Doddi D
Eru ekki allir fréttamenn á íslandi undir pólitískum væng ?
Nú er það spurningin - Af hverju ættu þeir að gera það eftir tæpan áratug? Svar:
Miklar líkur á að við verðum sjálf gegnin í ESB
Væntanlega búin að koma undir okkur löppunum aftur varðandi efnhagslífið og höfum öll tæki færi á að taka önnur lán til að greiða þetta upp ef að hagstæðari lán gefast.
Síðan er gott að benda á að væntanlega mundi samstarf milli þjóða í heiminum vera í hættu ef að ríki eða hópur ríkja tæki sig saman um að stela auðlindum af sjálfstæðu ríki.
Svo bendi ég mönnum með svona fjörugt ímyndunarafl og hysteriu á að það gæti líka komið eldgos og út rýmt okkur, gæti komið kinda flensa og útrýmt okkur. Það gætu komið ljótir karlar frá AGS og stolið háhitasvæðum okkar og farið með þau í flugvél til útlanda.
Það gæti líka verið að við komum sterk undan kreppunni og værum búin að taka til hjá okkur þannig að eftir 7 á væri landsframleiðslan orðin mun meiri en hún var. Og við færum létt með að greiða eftirstöðvarnar.
Það gæti líka verið að við værum búin að nýta okkur endurskoðunarákvæði og fá betri kjör.
Skrifa ummæli