Nú er sú einkennilega staða komin upp að margt fólk er búið að átta sig á að það er ekki samansemmerki á milli þess að vilja að Ísland borgi Icesave og þess að Alþingi samþykki fyrirliggjandi samning. Það er tvennt við samninginn sem er óþolandi. Ísland tekur alla áhættu og samningsaðilarnir hafa ekki af því neina hagsmuni að mikið fáist upp í skuldina með eignum. Og hitt eru vextirnir. Svo mætti nefna aðfararhæfið.
En ef Alþingi hafnar samningnum verður það ekki SJS og JS að þakka. Það verður þvert á móti þrátt fyrir þau og tilraunir þeirra til að sveigja flokksmenn sína til hlýðni.
Og nú standa egó þeirra í vegi fyrir þjóðarhag. Ef við náum betri samningum þá tapa JSJ og JS andlitinu. Þá verður þeirra minnst fyrir að hafa næstum hneppt Ísland í óþolandi áhættuánauð. Og það er ekki eitthvað sem fólk vill hafa á ferilskránni.
Það hefur því myndast innri tregða gegn hagsmunum Íslands. Það þarf að rúlla vagninum yfir tvö risaegó.
Nú kemur í ljós hvað er í fyrirrúmi: formaðurinn, flokkurinn eða þjóðin.
Tók annars einhver eftir hvað stöðugleikasamningarnir minntu mikið á Icesave? Sama samningatækni. Sama óvissan. Sömu endurskoðunarákvæðin.
Segið svo að þetta fólk hafi ekkert lært.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli