15. apríl 2009

Tvær litlar stúlkur deyja í bruna

Þær hörmungarfréttir bárust okkur í dag að lítil, sex ára stúlka sem heimasætan hefur styrkt i gegn um ABC-barnahjálp brann inni á páskadagsmorgun ásamt litlu systur sinni, sem var tæplega tveggja ára.

Hún hét Nakanjako Doreen.

Móðir þeirra, sem sá ein um þær, hafði farið að sækja mat og litlu stelpurnar læstu að sér þegar hún fór. Það var úrhellisrigning. Annars hefðu þær vafalítið leikið sér úti. Á sama tíma og íslensk börn hefðu verið að opna páskaeggin sín voru systurnar að grúska eitthvað í múrsteinskofanum sem þær bjuggu í. Eldur kom upp. Þær voru bornar út helsærðar og dóu skömmu seinna.

Það má vel vera að Íslendingar hafi ekki keypt færri bíla síðan skömmu eftir stríð. En það má heita vesælt heimili sem hefur ekki til aflögu andvirði þriggja sígarettupakka til að styðja við svo fátækar fjölskyldur að kreppan okkar yrði þeim margföld guðsblessun.

a ... b ... c ... punktur ... is



Engin ummæli: