Ég var að grúska í kosningakompás moggans og uppgötvaði merkileg sannindi sem hafa nær alveg sannfært mig um að skila auðu.
Ég tek hér dæmi þar sem fyllt er út í kompásinn með því sem ég vil kalla „stigagangskerfi“. Þá merki ég í fyrsta möguleika í fyrstu spurningu, svo annan, þá þriðja, fjórða, fimmta, fjórða, þriðja, annan, fyrsta, annan ...
En ég hef sannreynt að niðurstaðan sem þessi pistill hnitast um er sú sama hvernig sem fyllt er út í kompásinn.
Ég gef mér að þetta sé ofuráhugasamur kjósandi. Honum þykja öll málin sem spurt er um mjög mikilvæg og merkir þau sem slík. Þá kemur niðurstaðan:
Ef við gefum okkur líka að kjósandinn sé ekki algjört fífl þá er hann í miklum vanda. Hann getur náttúrlega ekki sett x við P og það er æði rýrt roð sem býður aðeins upp á 65% samsvörun.
En gefum okkur nú annan kjósanda hvers geðslag einkennist af því sem kalla má „ástríðulausa afstöðu“. Hann hefur skoðun á hverju máli en sú skoðun er ekki studd neinni sannfæringu. Hætt er við að skoðanir slíks manns væru eins og rekkjuvoðir á þvottasnúru í roki. En ef ein fýkur út í bláinn þá kemur bara önnur í staðinn.
Nú merkir þessi kjósandi í kosningakompásinn og enn er það „stigagangurinn“. En í stað þess að merkja málefnin sem mikilvæg þá gerir kjósandinn það metnaðarlausasta af öllu metnaðarlausu, hann nenni ekki einu sinni að raða málum eftir mikilvægi. Hann skilar auðu um mikilvægið – og áskilur sér um leið rétt til að raða mikilvægi hugsjóna sinna eftir seinni tíma hag og hentileikum.
Nú skilar kosningakompásinn annarri niðurstöðu:
Nú erum við að tala saman, gætu stjórnmálaflokkarnir sagt!
Nú getum við hætt að tala saman, segi ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli