18. apríl 2009

Enn af kosningakompás

Karl Th. Birgisson gerir kosningakompásinn að umtalsefni. Hann, eins og raunar allir sem ég þekki og tjáð hafa sig um kompásinn, veitir því enga athygli að sumt af því sem þar er spurt um meikar engan séns.

Karl tekur undir þessa fullyrðingu:

Hækka á skatta til að mæta niðurskurði í ríkisútgjöldum

Þetta er álíka gáfulegt og að spyrja hvort skynsamlegt væri hjá ríkinu að hækka miðaverð á heimaleiki West Ham til að mæta því að ákveðið hefði verið að eyða minni pening í leikmannakaup.

Engin ummæli: