7. apríl 2009

Michael Hudson hittir Steingrím Hermannson

Það þarf dauðan mann til sitja þegjandi undir samfélagsumrótinu sem nú á sér stað. Ég ætla því að blogga fram að kosningum.

Ég fór í gær á fund hjá framsóknarmönnum þar sem þeir Gunnar Tómasson og Michael Hudson héldu erindi. Báðir voru á því að peningastefna heimsins væri komin að niðurlotum enda væri hún röng. Í örfáum orðum sagt telja þeir að Íslendingar eigi ekki að borga erlendar skuldir sínar, enda sé það ekki hægt, og Hudson bætti því við að slík ákvörðun af okkar hálfu væri í senn studd af staðreyndum málsins, siðferðinu og lögunum. Hann bauð sig fram til að leiða nauðsynlega starfsemi fyrir okkar hönd og sagði orðrétt (þegar hann var spurður hvort hann vildi taka að sér verkefnið):

"Sure, It's a game worth playing. Good guys against bad guys. I love the idea!"

Og við það ætlaði loftið að rifna af salnum. Maðurinn hafði gefið Íslensdingum von. Og hún átti bara eftir að batna. Ekkert Evrópusamband, það er hvorteðer komið að fótum fram. Engan gjaldmiðil annan. Haldið bara stefnunni og borgið ekki. Það er fyllilega löglegt og réttlátt.

Á fremsta bekk sat Steingrímur Hermannson. Í byrjun fundar var Hudson leiddur til hans. Steingrímur tautaði örfá orð og Hudson svaraði: "Once a Prime Minister, Always a Prime Minister."

Er það ekki dálítið málið?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Var það ekki Steingrímur Hermannsson sem fyrstu leyfði veðtöku í kvóta?
Og sagði við þjóðina í kreppu: borðiði bara hrísgrjónagraut, hann er ódýr og hollur! Eftir það er grjónagrautur kallaður Steingrímur á mínu heimili.