10. apríl 2009

Hin góðu verk ríkisstjórnarinnar

Er ég einn um það að sjá engan grundvallarmun á verkum þessarar ríkisstjórnar og þeirrar fyrri?

Kallast það aðgerð að semja áætlun til hjálpar 100 manns, 200 eða 500?

Hefðum við einhverjar áhyggjur af kreppunni ef hún bitnaði á 100 - 200 manns?

Herbalife og aðrir svikapíramídar eru meiri þjóðarmeinsemd en sú kreppa sem hægt er að laga með því að hjálpa slíkum fjölda.

Hvað á allt óánægða fólkið að kjósa?

Hvað getur það gert?

Á að kjósa Samfylkinguna sem svaf á verðinum og fór með málefni viðskiptaheimsins þegar allt hrundi? Gerði ekkert með viðvaranir? Stóð lömuð hjá meðan leiðtogi hennar örkumlaðist og brast kjark til að taka af honum völdin þegar ljóst varð að hann var ekki starfi sínu vaxinn? Dró fram úr pússi sínu afdankaða, þrjóska kerlingu sem hefur leiðtogahæfileika vindskeiðar?

Á að kjósa VG? Flokk sem sá nákvæmlega enga ástæðu til endurnýjunar og siglir nú í gegnum mesta erfiðleikaskeið þjóðarinnar næsta ósýnilegur til að trufla ekki Sjálfstæðisflokkinn í að tortíma sér?

Á að kjósa smáframboð sem í mesta lagi gæti komið að einum eða tveim þingmönnum en er með stefnuskrá sem krefst hreins þingmeirihluta?

Á að skila auðu til að skjalfesta óánægjuna? Hafa með því engin áhrif?

Eða, á að halda búsáhaldabyltingunni áfram?

Halda henni áfram þar til allir stjórnmálaflokkar hafa opnað bókhald sitt? Halda henni áfram þar til stjórnmálaöflin hafa raunverlega axlað ábyrgð?

Eða er'etta kannski bara búið?

Engin ummæli: