6. nóvember 2008

Ríkisstjórnarfundur.

Fjallað um fjármálakreppu þjóðarinnar.

Sagnfræðingurinn (utanríkisráðherra) : Ég veit bara ekki til að svona ástand hafi komið upp áður í sögunni, hvað á að gera ?

Hinn sagnfræðingurinn sem einnig er heimspekingur (viðskiptaráðherra) : Nei örugglega aldrei áður, en reynum samt að studera þetta aðeins, hver veit nema okkur detti eitthvað sniðugt í hug.

Stjórnmálafræðingarnir (Landbúnaðar- og sjávarútvegráðherra, Heilbrigðisráðherra og umhverfisráðherra) : Nei aldrei ekki í stjórnmálasögunni, en spennandi fyrir fólk í okkar fagi.

Lögfræðingarnir (menntamálaráðherra og Dómsmálaráðherra) : Ætli þetta sé löglegt ?

Íþróttakennarinn (samgönguráðherra) : Ég veit ekkert um það, en eigum við að gera nokkrar léttar æfingar ? Svona til að gera eitthvað.

Dýralæknirinn (fjármálaráðherra) : Ætli sé kannski hægt að sprauta niður verðbólguna ? Eða bara gelda hana ? Hvað segið þið ?

Líffræðingurinn sem er líka doctor í kynlífi laxa (Iðnaðarráðherra) : Ef þetta væri nú bara lax, og hængur á hrygnunni, þá væri þetta ekkert mál. En ég veit það ekki, hvað haldið þið að séu margir laxar í Þingvallavatni ?

Hagfræðingurinn, menntun sem gæti komið sér vel núna (Forsætisráðherra) : Er ekki bara best að ég haldi blaðamannafund og reyni að segja eitthvað sæmilega gáfulegt, og láti líta út fyrir að við vitum hvað við erum að gera ?

Allir : Jú það er langbest að gera það. Meira kaffi ?

Ólafur Ragnar Hilmarsson.

Engin ummæli: