10. nóvember 2008

Þú skuldar

Tók þá meðvituðu ákvörðun að hugsa ekki um þjóðmálin um helgina.



Áttaði mig í morgun á því að ég hef misst af svarinu við einni lykilspurningu varðandi IceSave.



Það er enn verið að ræða um ríkisábyrgð vegna IceSave, sem er arfur frá EES. Hún er há upphæð vissulega. En síðan eru Bretar o.fl. að reyna að "kúga" úr okkur meira fé.



Spurningin er: Hvers vegna er það ekki réttlát krafa? Þegar ríkið tók yfir bankana eignaðist það þá ekki allar skuldirnar? Alveg upp í topp. Alveg óháð ríkisábyrgðum?



Veit það einhver?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vegna þess að ríkið fór í kennitölubrask eins og hver annar pítsusali.
Gömlu bankarnir voru settir á hausinn og stofnaðir nýjir bankar sem þurfa ekki að borga skuldir þeirra gömlu (nema úr sjóðunum títtræddu, en nýju bankarnir taka yfir þær skuldbindingar, innanlandspólitík).

Kröfuhafar bíða í röðum eftir afgreiðslu úr þrotabúunum. Þar á meðal Bretar.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alltaf jafn ömurlegt að hugsa til þess, að ég átti peninga inní þessum bönkum, sem ég tapaði, en ég skuldaði þessum bönkum líka, en þarf samt að borga þær skuldir. Allir þurfa að borga bönkunum sínar skuldir, en þeir þurfa ekki að borga sínar skuldir..ömurlegt í besta falli.

Gústi Svangi...