Hvað ætla þessir hálfvitar í Ríkisstjórninni að halda lengi áfram í þessum skítareddingum sínum ?
Eftirfarandi spurningar eru eitthvað sem verður að fá svör við:
Af hverju er ekki skipt um stjórn í Seðlabankanum ? Geir Haarde og Árni Johnsen eru einu mennirnir í heiminum sem treysta stjórn Seðlabanka Íslands, það verður að setja nýtt fólk þar inn, þó það væri bara til þess að reyna að skapa traust á Bankanum, og ný stjórn verður hreinlega að vera skipuð sérfræðingum á fjármála- og viðskiptasviði. Ekkert annað getur virkað.
Af hverju er ekki skipað nýtt fólk í stjórnir bankanna og í lykilstöður innan þeirra? Það er verið að raða sama fólkinu aftur í stjórnir og trúnaðarstörf í bönkunum, sem þetta sama fólk kom á hausinn. Halda menn að þetta sé eina fólkið í heiminum sem „getur“ stjórnað bönkum ? Það er til nóg af góðu, vel menntuðu fólki með reynslu af störfum á þessu sviði, bæði hérlendis og erlendis. Hvernig væri hreinlega að auglýsa eftir fólki í þetta ?
Af hverju getur Ríkisstjórnin ekki drullast til að fá hjálp frá aðilum sem hafa vit á því sem verið er að fást við ? Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með því dag eftir dag, þegar ráðherrar pissa í skóna sína aftur og aftur, einn daginn er boðið uppá einhverja skítareddinguna og daginn eftir þurfa þeir svo að éta það ofan í sig aftur, þetta fólk hefur hreinlega ekkert vit á því sem það er að glíma við, og það er alveg nauðsynlegt að þau fari að átta sig á því. Það verður að fá sérfræðinga til að bjarga því sem bjargað verður úr þessum rústum Íslensks samfélags, og þeir eru til, að sjálfsögðu, það hafa aðrir gengið í gegnum svipaðar hremmingar áður, til dæmis Finnar, Norðmenn og Svíar. Af hverju er ekki hægt að fá fólk þaðan til að aðstoða okkur ?
Ég er ekki að ætlast til þess að ráðherrarnir geti leyst vandann, ég geri mér grein fyrir að þeir ráða ekki við verkefnið, en ég ætlast til þess að þeir hafi vit á að leita aðstoðar þegar hennar er þörf.
Flest „venjulegt“ fólk hefur vit á að leita til sérfræðinga með verkefni sem það ræður ekki við, maður fer til tannlæknis frekar en að reyna að gera við tennurnar sjálfur, ef maður getur ekki gert skattskýrsluna sjálfur, þá leitar maður til sérfræðinga, það er eðlilegt og gáfulegt að fá aðstoð við það sem maður ræður ekki við að gera sjálfur. En það er heimskulegt að gera það ekki.
Þess vegna segi ég: Þetta eru hálfvitar í Ríkisstjórninni.
Ólafur Ragnar Hilmarsson.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli