1. nóvember 2008

Kröftug ræða týnist í skvaldri

Mótmælin á Austurvelli í dag: Hörður góður, sjúkraliðinn afar kraftmikill og skemmtilegur ræðumaður (en ræðan innihaldslítið tilfinningapíp). Aðrir drápu málinu á dreif og gerðu að engu mikinn samtakamátt og stemmningu. Einn vill í ESB, annar vill kjósa, hinn vill enga þjóðarsátt og engar kosningar strax. Einn vill beita ráðamenn ofbeldi. 

Kona gekk ringluð um og hrópaði: „Foreldrar?! Foreldrar?!". Vangefinn maður hætti að selja dagatöl og sníkja „tips“ og safnaði fyrir mótmælendur í hvíta fötu. Anarkistar kröfðust afnáms þingræðis. 

Með þessu framhaldi tekur það sex vikur í viðbót að þjappa fólki um einn málstað. Í dag á fólkið ekkert annað sameiginlegt en reiðina.

Kolfinna sýndi þann góða smekk að þegja. 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En Ragnar, mætirðu á öll mótmælin fyrst þau eru svona út í loftið? Ef svo er, er það ekki tóm vitleysa að eyða tímanum í þetta? Væri ekki nær að horfast í augu við íslenska náttúru sem aldrei tapar sér.
Kveðja
Kjartan

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Náttúran er stöðug og ég bý í jaðri hennar. Heimsæki hana með einum eða öðrum hætti daglega.

Mótmælin eru einstök eða næstum því. Engin ástæða til að horfa á þau í gegn um sjónvarpið ef hitt er í boði.

Sérstaklega þegar alltaf fer tvennum sögum af því sem þar fer fram.