13. nóvember 2008

JENS GUÐ: LÍMDÚKURINN

Merkilegt herbragð hjá DV að HÁSTAFA bloggtitla til að seytla til sín fólki af Gáttinni. Það virkar auðvitað þótt Gátin sé, ólíkt því sem Jónas gamli heldur fram, hreint ekki hjarta netsins frekar en Moggabloggið var. Það er miklu meiri umferð um aðra staði.

En Gáttin er frekar praktísk.

Ekkert af þessu skiptir auðvitað nokkru máli. Það er ekki einu sinni áhugavert. Það sem er áhugavert er að einhver geti í alvöru haldið að þessi mynd sé af límdúk á gólfi. 

Það sem er síðan stórmerkilegt er að búið er að dikta upp sögu um meint viðbrögð klósettpappírsþega á heimili viðkomandi.

1 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Jújú, ég tók nú eftir þessu og því að *ahem* einhver "náriðill" var þegar búinn að vekja máls á þessu við Jens, reyndar á afritssíðunni (frumritinu?) á Moggablogginu.

Þú verður að passa að fylgjast með báðum útgáfum! Jens Guð er svo skemmtilegur að mann munar ekkert um að lesa hann tvisvar.