13. nóvember 2008

Kem ekki fingri á það

Stundum rekst maður á eitthvað sem er truflar mann. Ekki mikið, bara örlítið. Eitthvað er ekki alveg eins og það á að vera. Tilfinningin magnast svo upp og verður að einhverskonar váboða.

Will O'Ban er þannig náungi. 

Ég rakst á hann á Youtube þar sem ég var að leita að Thurber. Það var eitthvað við upplestur hans á Einhyrningnum í garðinum sem vakti samúð mína með honum. Mér þótti vænt um hann.


Mig langaði að vita meira um hann. Og þá sá ég þetta:


Lengi framan af fattaði ég ekki hvað það var sem plagaði mig. Svo rann það upp fyrir mér. 

Hverskonar maður blörrar á sér undirhökuna á Youtube - eða það sem skrítnara er - hverskonar kona blörrar eiginmann sinn til að gera hann ögn minna fráhrindandi en hann þó berlega er?

Skyndilega fannst mér þarna kominn persóna úr Thurber. Walter Mitty eða annar kúgaður eiginmaður sem leitar ásjár í torkennilegum áhugamálum. 

Ef ég væri Ágúst myndi ég gera smásögu um Will og frú.

Engin ummæli: