12. nóvember 2008

Geir og grautarpotturinn


Þegar Forríkur úr Samsonþorpi kemur til Gaulverjabæjar með forláta grautarpott fullan af peningum vita íbúar litla þorpsins varla hvaðan á sig stendur veðrið. En Forríkur útskýrir að skattheimtumaður Bretaveldis sé á eftir innihaldi pottsins og biðlar til hetjanna okkar, Geirs og Davíðs, að gæta auranna meðan hættan líður hjá. Ekki vill samt betur til en svo að í vörslu Geirs er sjóðnum stolið í skjóli nætur!


Upp hefst þá æsileg atburðarás þar sem við fylgjum hetjunum okkar á ferðalagi þeirra um víðan heim hvar þeir freista þess að fylla pottinn að nýju. Tekst Geir og Davíð að fylla pottinn? Hver skyldi hafa stolið peningunum til að byrja með? Er Forríkur kannski ekki allur þar sem hann er séður? Í hvaða pott datt Davíð eiginlega sem barn?


Finnið svörin í þessari æsispennandi bók.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

"Þú kemur af stað algjöru markaðshruni! Fjárglæfrar, þjófnaður, undirboð! Fjórtán svona falleg villisvín á aðeins fimm sextertur!!! ... Þið hafið gert mig að öreiga, lagt líf mitt í rúst. Ég verð að selja hús mitt með öllum bautasteinum!" - Fúkríkur Svínabest.

- Klassík!