Haukur heimspekinemi dundaði sér við þann táknræna gjörning á dögunum að hengja Bónusfána á Alþingishúsið. Í kvöld beið hann niðurlútur með félögum úr Háskólanum eftir því að fá að hefja skoðunarferð um það sama hús í vísindaferð. Þar sem hópurinn stóð á snakki við Ágúst Ólaf og aðra broddborgara rak þjónustulundaður öryggisvörður glyrnurnar í Hauk.
Uppi varð fótur og fit. Háskólanemendunum var vísað á dyr í snarhasti. Þarna fengju þeir sannarlega ekki að laumast um gólf.
Í staðinn bauð Samfylkingin þeim á skrifstofur sínar. Haukur og félagar nutu þar lífsins og höfðu ekki minnsta grun um að á meðan Samfylkingarmenn gerðu við þá gælur voru Svartstakkarnir á leið á staðinn.
Samfylkingarmenn létu á engu bera. En þegar Haukur ætlaði að ganga út af skrifstofunum stökk löggan á hann og handtók hann.
Bónusmaðurinn er sumsé kominn í djeilið.
Og er nú ekki lýsandi fyrir hlut Samfylkingar á þessum síðustu tímum að bjóðast brosandi til að umbera lýðinn sem ekki er velkominn á hið háa Alþingi og sitja síðan aðgerðarlaus hjá þegar yfirvaldið kemur fram vilja sínum við hann?
6 ummæli:
Oj!
Og fyrir hvað var hann handtekinn? Verður ekki að vera handtökuskipun?
Þvílíkt pakk!
Bryndís Björgvinsdóttir
Það var eitthvað talað um sekt þegar hann var tekinn. En það skiptir svosem engu máli. Aðfarirnar dæma sig sjálfar.
'otrulega gott að búa í landi með svona stjórn...
við þurfum ekki að hugsa, skíta ríða án sammþykkis guðsins BB....
fara heim til Dabba? Hvernig væri það hann ræður yfir okkur og tekur okkur í þurrt !!
Ég varð vitni að þessu, þau biðu niðrí anddyri og sögðu að hann væri eftirlýstur vegna vangoldinna sekta.
Ef handtakan var ekki lögleg þá væntanlega leitar Haukur réttar síns en hann hefur verið dæmdur (þrisvar)og hann á alveg eins og ráðamenn hér á landi að þurfa að taka afleiðingum gjörðasinna.
Ég skil ekki hvernig fólk getur sett fram kröfu um að ráðamenn taki afleiðingum gjörða sinna á sama tíma og þeir ætlast til þess að mótmælendur geri það ekki.
Nýtt Ísland takk, mínus allar súkkulaðibollur
Skrifa ummæli