22. nóvember 2008

Ú r þ v æ t t i !

Sumir láta Stebba Fr. fara óskaplega í taugarnar á sér. Það skil ég ekki. Stebbi er á engan hátt verri bloggari en flestir. Og sem slíkur er hann hvorki verri né lágkúrulegri en sumir dálkar „alvöru“ fjölmiðla.

Ég læt hinsvegar Jens Guð fara í taugarnar á mér. Fyrst og fremst vegna þess að hann er stöðug áminning um tilvist hvíts hyskis á landinu. Hann tilheyrir því og gefur því samastað og vettvang til eflingar.

Nýjasta færslan hans er viðbjóðsleg. Það nýtir hann sér hörmungaratburð í Njarðvík til að klæðast kirtli skinhelginnar og blása í gjallarhorn fordæmingarinnar. Hann nafngreinir, hæðist að og uppnefnir börn sem hafa komið sjálfum sér og öðrum í stórkostlegan vanda.

Mér blöskraði að sjálfsögðu þegar ég sá myndbandið úr Njarðvík. Athafnir drengjanna eru hræðilega sláandi. Og það er ömurlegt að það sé sett á netið með sló mó og öllu.Tilvera unglinga er að mörgu leyti ömurleg. Skuggahliðarnar þar eru hræðilegar.

En þetta eru börn og börnum á undantekningarlaust að hjálpa til að vinna úr þeim vanda sem þau koma sér í. Þau á ekki að fordæma eða hæða opinberlega.

Ömurlegasta síða íslenskra netheima höndlar atburðinn í Njarðvík nákvæmlega eins og Jens. Með nafnbirtingum og persónulegum upplýsingum og óhefluðum dómum í garð brotamannanna.

Jens virðist geyma furðulega áþekkan karakter og mannleysurnar þar (sem eru upp til hópa eltihrellar með barnagirnd).

Engin ummæli: