Gildismat fólks er misjafnt. Stundum dansa allir með gildismati fárra. Síðustu ár hefur allt átt að kosta. Ef hægt var að koma því í verð var heimska að gefa það. Slíkt gildismat reyndist háskalegt og nú leita margir að nýju.
Gamall sveitungi okkar feðga, Leó M. Jónsson, er ekki aðeins gáfaður og stútfullur af þekkingu. Hann hefur alltaf verið örlátur á hana. Hann veit allt um sumt, þ.á.m. bíla, og hefur haldið úti vefsíðu í mörg ár þar sem hann hefur gefið fólki ráð og birt þau á netinu.
Sem dæmi um einföld atrið sem Leó kemur á framfæri eru þessi fjögur, sem hreint ekki allir standa klárir á:
Þeir sem lenda ítrekað í að vita ekki hvoru megin bensínlok er á bílum sem þeir keyra þurfa ekki annað en að skoða bensínmælinn í mælaborðinu. Mynd bensíndælunnar sýnir hvoru megin lokið er.
Nær allir bílar hafa hengi fyrir tappann innan á bensínlokinu.
Amerískir jeppar kveikja margir vélarljós í mælaborðinu ef sett er bensín á þá með vélina í gangi. Það getur kostað ferð á verkstæði.
Krókar sem fylgja mörgum bílum og skrúfa á í stuðarann ef draga þarf bílinn eru með öfugum skrúfgangi.
Það er gríðarlegt magn upplýsinga á síðunni og ég skora á alla fróðleiksþyrsta að gramsa í henni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli