Það var himinn og haf á milli Palins og Bidens í kappræðunum. Vissulega hélt Palin út án þess að gera stórkostlega gloríu og er sigurvegari að því leyti. Hún er ekki sama fíflið og hún leit út fyrir.
En trekk í trekk, aftur og aftur, komst hún upp með að svara ekki spurningum og hefja langar, þjálfaðar ræður um hin og þessi mál sem hún vissi að myndu afla stiga. Spyrillinn var of deigur. Biden sýndi undraverða stillingu.
Allt sem Palin sagði voru annað hvort klisjur eða einfaldanir. Hún tryggði stöðu sína meðal þess fólks sem er ginnkeypt fyrir slíku.
Hún yrði skelfilegur forseti. Hættulegur heimsbyggðinni.
2 ummæli:
Þegar væntingaþröskuldurinn er svo lár að það nægir þér að ganga um sviðið án þess að detta til að komast yfir hann þá er alveg mögulegt að fífla a.m.k. nokkra fjölmiðlamenn. Annars held ég að kanarnir séu alveg með bullshit faktorinn á hreinu núna.
Þegar væntingaþröskuldurinn er svo lár að það nægir þér að ganga um sviðið án þess að detta til að komast yfir hann þá er alveg mögulegt að fífla a.m.k. nokkra fjölmiðlamenn. Annars held ég að kanarnir séu alveg með bullshit faktorinn á hreinu núna.
Skrifa ummæli