Velmegun síðustu áratuga hefur soðið allan tögginn úr þjóðinni. Hún er hálf karakterlaus. Nú blasir kreppan við og menn standa nákvæmlega jafn glórulausir andspænis henni og uppsveiflunni áður. Talandinn og athafnirnar eru jafn upplýstar.
Bankarnir hafa níðst á krónunni ársfjórðungslega síðasta árið til að lengja í hengingarólinni. Þeir voru farnir að haga sér eins og fíklar. Aðgerðir þeirra voru farnar að bitna á þeim sjálfum. Nú fáum við öll sameiginlega á baukinn.
Og einn bankinn er farinn í meðferð.
Og nú er Steingrímur Joð í essinu sínu. Það þarf náttúruhamfarir til að maður eins og hann virki. Hann þrífst á örvæntingu. Þegar allir voru saddir var hann dauður.
En þetta eru engar hamfarir. Þetta er kreppa. Hún er tímabundin. Hún gengur yfir. Hún er ekki af völdun hnatthlýnunar, stríða eða uppskerubrests. Það er enginn engisprettufaraldur.
Vörst keis senaríó er svipað og þegar jakkafataklæddir menn köstuðu sér úr skýjakljúfum.
Eftir á er alltaf horft á slík viðbrögð sem læmingjaleg. Þau eru veila í hugsun.
Þjóðin hefur sumpart gott af þessu. Hagsýni, sparsemi og ráðdeild er stórlega áfátt.
Þjóðin er miðaldra. Nú er hún búin að fá hjartaáfall í kjölfar áratuga sukks og hreyfingarleysist. Nú fer hún að hreyfa sig.
Við komum heilbrigðari út úr þessu en við fórum inn í það - þótt við verðum blankari.
1 ummæli:
Lízt vel á þetta: Hagsýni, sparsemi og ráðdeild fyrir íslensku þjóðina.
og
lifa í núinu
Skrifa ummæli