21. september 2008

vaka & hæka


Ég greip af rælni gamla bók með þýðingum Helga Hálfdanarsonar á japönskum vökum og hækum. Vaka er knappt ljóð, yfirleitt um náttúruna, sem er 31 atkvæði í fimm línum. Í hæku eru tvær línur teknar aftan af.

Það er eitthvað við myndmálið í þessari vöku sem greip mig:

heilluðum augum
horfi ég í bjart loftið
vorregnið bregður
glitrandi silfur-þráðum
í þunna voð skýjanna


Höfundurinn, Shunzei, fæddist 1114 og dó 1204. Hann var af göfugri ætt frægra skálda og eignaðist sjálfur enga hálfdrættinga á því sviði. Hann var virtur og vinsæll dómari í ljóðakeppnum og gerði þá grundvallarbreytingu á dómgæslunni að telja upp það sem vel var gert í góðum ljóðum frekar en að finna að vondum.

Sextíu og þriggja ára dró hann sig í hlé frá veröldinni og gerðist búddamúnkur.

Það er eitthvað hættulega aðlaðandi við japanska fornmenningu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já, ég er alveg með bóner yfir þessu...

DJöfulsins rugl er þetta blogg að verða... ég fer að koma með einhvern hrærigraut af vitleysu fljótlega...

Bóla