21. september 2008

Silfur Egils

Viðtal Egils við Lárus Welding var gott. Það voru þó mistök af hálfu Lárusar. Egill kom honum í klípu. Lárus virðist líta svo á að bankinn sé ekki orsakavaldur í málum ef aðrir koma að þeim með bankanum. Þá er bankinn milliliður í hreyfingum á markaði. Þannig gildir um FL og auðvitað um krónuna líka.

Lárus neitaði að hafa átt þátt í að bjarga FL en neitaði ekki að gera það með öðrum. Hann neitaði því að hafa fellt krónuna en gerir það samt, með öðrum. Það væri áhugavert að komast að því hverjir eru í kompaníinu.

Lárus taldi, eins og sumir aðrir, að ólíklegt sé að bankarnir felli krónuna af því það sé ekki í takt við langtímahagsmuni þeirra. Það hefur enginn sagt það og það er ekkert skilyrði þess að fólk trúir ósvinnunni á bankana. Það eru stækir skammtímahagsmunir sem valda krónufallinu.

Ef rétt er að bankarnir hafi veikt krónuna viljandi þá er neitun Lárusar í dag það sem gerir málið að enn stærra máli. Sum mál eru aðeins flekkur á siðaregisteri þangað til reynt er að ljúga sig út úr þeim. Þá verða þau að gapandi svartholum sem eiga það til að gleypa syndarann.

Engin ummæli: