11. september 2008

Stutt

það fór eins og ég hafði spáð, Íslendingar steinlágu fyrir skotum. Ég var svo heppinn að vera á gangi í borg eiturlyfjanna og hringtorganna í dag, og sjá hluta af þessum skotum á vappi í pilsunum sínum, drekkandi bjór. Það er óhætt að segja að þeir hafi sett skemmtilegan svip á mannlífið í annars steingrárri borginni.

Gaman að fá svona heimsóknir og synd að Íslendingar skuli ekki geta verið eins samrýmdir í klæðaburði á ferðalögum erlendis. Það er afar óhentugt að klæðast lopapeysu í grilljón stiga hita einhversstðar í evrópu að sumri til. Annars er þetta skítt ef maður spáir í það. Færeyingar eiga stórflottan búning sem þeir nota á ferðalögum erlendis í hópum, Skotar eiga sín pils, og Arabar sína kufla. það eina sem við Íslendingar eigum (fyrir utan ullina) er bjánalegasti hátíðarbúningur vestræns ríkis. Ég sé fyrir mér starfsmannaferð fyrirtækis, til Frakklands og allir klæðast íslenska hátíðarbúningnum, heila helgi. Fúlt.

Við eigum að skipta út þessum hátíðarbúning, fyrir eitthvað skemmtilegra og í leðinni að skipta út þessum hrútleiðinlega óþjála þjóðsöng sem enginn getur sungið.
Ég legg til fyrsta erindið í " Ísland er land þitt" ásamt viðlagi.

kv, Bóla

p.s: stórleikur í enska boltanum um helgina. Strákarnir úr himnaríki (Liverpool) taka á móti skröttunum úr helvíti (United) og það verður spennandi viðureign. Ég kem með kalt mat á viðureignina fyrir leik, og spái í spilin.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst mikið frekar að þetta ætti að verða hinn nýi þjóðsöngur Íslendinga

Óli Sindri sagði...

Ísland er land þitt er plebbalegasta lag af öllum plebbalegum. Lofsöngurinn er fínasti þjóðsöngur.

Svo finnst mér að hátíðabúningurinn okkar við svona tilefni ætti að vera hvítt lak og hvít hetta með götum fyrir augun. Vísar í draugahefð okkar og hefur skemmtilega skírskotun í nútímapólitík líka.

Nafnlaus sagði...

Þér er ekki alvara með að taka upp „Ísland er land þitt“ sem þjóðsöng. Þetta er skelfilegur leirburður, sunginn við steingelt þriggja hljóma lag.

Lofsöngur er ægifagur þjóðsöngur. Dásamlegt að syngja um smáblóm með titrandi tár, meðan aðrar þjóðir syngja um þjóðrembu sínu og hernaðarmátt.

Um þjóðbúninginn er ég þó sammála, hann er skelfilegur.

Nafnlaus sagði...

Ég var reyndar ekki að tala um þjóðbúninginn sem slíkan. Sú múndering er náttúrulega fáránlegri en sem fáránlegt er,og á ég þá við karlbúningin.
Það var hannaður nýr búningur fyrir ekki svo mörgum árum síðan, og hefur verið kallaður hátíðarbúningur, og er það búningurinn sem allir mæta á í brúðkaup á 17.júní og útskriftarveislur.

En þarf þjóðsöngurinn endilega að innihalda 452 nótur, vera þunglamanlega leiðinlegur og þannig gerður að eingöngu heimsklassa barítónar geti sungið hann, svo vel sé ?

Ég tek undir að þetta er að mörgu leyti ákaflega fallegt lag, en það er lítil stemning yfir því og allt of þunglyndislegt. Auk þess sem ég er þeirrar skoðunnar að lagið þurfi ekki að innihalda orðið "guð" um það bil ellefuhundruð sinnum.

Ísland er land þitt er svona stemmningslag sem hægt væri að syngja á ólympíuleikum og svona;)
Nú eða þá bara að semja nýtt lag og texta..einhvern góðan stemmara sem allir gætu sungið með, en væri um leið til þess fallinn að vekja undir þjóðernisstolt og föðurlandsást og sameina þjóðina.

Fyrstu línurnar í laginu gætu til dæmis verið svona:

"Við erum guuuul.....og svööööört...og Bleiiiik....."

Berjumst við Kuuuul...en stöndum
Keeeiiiik....." :)

kv, Bóla

Nafnlaus sagði...

Ég legg til að íslendingar gangi um í kilti með tartan sem ég hannaði sjálfur eftir íslenska þjóðfánanum.

Nafnlaus sagði...

Ég er því miður óhæfur til að ræða um þetta mál, enda löngu búinn að bíta það fast í mig, að Lofsöngur er yndislegur og fullkominn þjóðsöngur. Undir flestum öðrum kringumstæðum hlusta ég á rök annarra, en ég er íhaldssamari en breskur aðalsmaður þegar kemur að þessu máli. Og hana nú!:)