10. september 2008

Agnes Vs.Árni...

Það gladdi mitt litla hjarta að heyra að Árni hafi fyrirgefið Agnesi, og skemmtilegt hvað hann fór fögrum orðum um hana í yfirlýsingu sinni. Þetta var fallega gert af honum.

Ég heyrði viðtal við Agnesi í morgun í útvarpinu og hún var að venju bæði dónaleg og leiðinleg. Henn finnst allt í lagi að kalla annað fólk stórslys og þessháttar. það sé bara partur af tjáningarfrelsi hennar og það er allt í lagi að segja sínar skoðanir þótt ljótar séu... þetta er skoðun Agnesar.

Mér finnst Agnes Bragadóttir vera ljót. Mér finnst hún sóðakjaftur og gerpi. Ég skil ekki hvernig fjölmiðlar nenna að fá svona strigakjaft endalaust í viðtöl. Þetta finnst mér, og mér fannst rétt að nýta mér tjáningarfrelsi mitt og birta þetta hér með.

kv, Bóla

p.s: Reyndar finnst mér Árni líka vera óttarlega leiðinlegur....svona ef út í það er farið...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fyrir nokkrum áratugum var Agnes Bragadóttir, við aðra blaðakonu, með umræðuþátt í sjónvarpinu. Þær voru kallaðar Black&Decker. Aðallega voru þær harðar við Allaballa.

Mér finnst allt í lagi að hafa eins og einn strigakjaft í fjölmiðlum. Þar þegja alltof margir og hinir þýða HiltonParis.

Ekki svona viðkvæmir piltar, það er allt þaggað niður í vemiltítukurteisi.

Óli Sindri sagði...

Piltar? Ég er hér algjörlega ósammála blessuðum bróður mínum. Ég vil fleiri Agnesir í fjölmiðla. Myndi jafnvel gerast áskrifandi að málgagninu Agnesi, væri það til staðar.

Að lokum legg ég til að Vestmannaeyjar verði lagðar í eyði.

Nafnlaus sagði...

Agnes er bara strigakjaftur þegar það hentar henni. Hún hagar sér eins og barin tík, þegar kemur að því að verja Styrmi sinni, og marga fleiri í Sjálfstæðisflokknum. Maður hefur oft heyrt hana fara fram með offorsi þegar hún er að verja vonlausan málstað.

Bottom line-ið er samt alltaf það, að hún er fokkíng hund leiðinleg.

kv, Bóla