Hægri öflin í Frjálslynda flokknum hafa áttað sig á því að búið er að naga allt kjötið innan úr roði kvótaandúðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn deyr nema hann gæsagangi eitt skref til hægri. Á vissan hátt má þannig segja að öflin, sem steypa vilja Sleggjunni úr flokknum, séu í rétti.
Það kann að vera einhverjum áhyggjuefni að til verði smáflokkur sem amast grímulaust við útlendingum. Ég held það skipti litlu máli. Um leið og frjálslyndir kasta grímunni standa þeir einir. Það mun enginn alvöru stjórnmálaflokkur á landinu starfa með slíku liði.
Það er öllum fyrir bestu að þetta gangi bara yfir sem fyrst. Það treystir flokknum enginn lengur. Það vita allir af hatursmöngurunum innan hans og áhrifum þeirra.
Það er lygilegt að til sé stjórnmálaflokkur á Vesturlöndum sem á sér hátt settan fulltrúa sem kemur fram í sjónvarpi til að agnúast út í öreindahraðal CERN. Menn sem telja tæra vísindalega þekkingu fánýtt hjóm eru auðvitað ekkert annað en ómenntaðir apar. Þeir mega aldrei komast í áhrifastöðu.
Miðað við það hve mikil fíflska leynist meðal Frjálslyndra þá yrði það öllum fyrir bestu að skynsama fólkið hætti að þvælast þar fyrir. Út með sleggjuna. Út með formanninn. Inn með fíflin.
Hálfvitar þjóðarinnar eiga fullan rétt á því að eiga sína fulltrúa á þingi.
7 ummæli:
Tvö orð: Jörg Haider.
Thessar grimulausu skodanir koma alltaf til med ad eiga akvedid hlutfallsfylgi medal folks og hafa thad yfir hid vestræna samfelag.
En best er ad hafa hlutina bara blatt afram svo allir sjai.
Fyllilega sammala, ut med nytjunga, hinir mega sprikla.
Spyr maður eins og fávísin. Hver þeirra var að tala um CERN og hvar?
Í fréttum stöðvar tvö mætti Magnús Þór Hafsteinsson til að mæla gegn CERN - m.a. með þeim rökum að upphaf tilvistar alheims skipti hann persónulega engu máli.
Það er fyndið að lesa ályktun Valdimars Jóhannessonar úr miðstjórn Frjálslyndara þar sem segir, "að vægi Vestfjarða sé mjög óeðlilegt í embættum flokksins", en þrír af fjórum þingmönnum flokksins eru jöfnunarþingmenn, sem duttu inn fyrst og fremst vegna fylgis við flokkinn á Vestfjörðum, það er sem sagt Vestfirðingum að þakka að flokkurinn á þingmenn úr öðrum kjördæmum, eða kannski vegna þess að bæði "Sleggjan" og "Hlunkurinn" eru svo fjandi vinsælir á Vestfjörðum. (Að vísu þarf Vestfirðing til að skilja hvers vegna þeir eru vinsælir, en það er önnur saga). Að lokum tek ég undir það að vitibornir ættu að yfirgefa samkvæmið og hleypa hálfvitunum inn í Frjálslindaflokkinn í staðinn, þar eiga þeir heima.
Þarna er ég ósammála þér Ragnar. Ég veit ekki af hverju hægri flokkurinn á Íslandi ætti að vera eitthvað skárri en hægri flokkar annarstaðar í evrópu sem hleypt hafa slíkum fávitaöflum til valda.
Best var þó þegar fávitarnir voru í sjálfstæðisflokknum og fengu að vera þar út á gangi með playmókalla meðan stóru kallarnir réðu ráðum sínum. Þar voru þeir áhrifalausir og skaðlausir. Ég er ekki viss um að þeir verði það mikið lengur með þessu áframhaldi.
Ég er ekki viss um að það sé endilega hægt að kalla þetta einhverja sérstaka hægri mennsku. Sá eini af þessum hóp sem gæti talist sem hægri maður er Jón Magg en hans helsta einkenni er það sem hinir deila jú með honum, fyrst og fremst tækifærismennska.
Þeir sjá þarna sóknarfæri sem kvótakerfið er greinilega hætt að veita þeim.
Magnús Þór og Sigurjón eru ekki hægri menn frekar en Guðjón Þórðarsson er hófstilltur rósemdarmaður.
Og síðan hvenær geta einstaklingar sent frá sér ályktanir eins og þessi Valdimar gerir í dag? Heitir þetta ekki bara yfirlýsing?
Skrifa ummæli