17. september 2008

Endurminningar

Mér er minnistætt að hafa oft verið skammaður þegar ég var yngri. Stundum réttilega, en oft var lítil innistæða fyrir skömmunum og stundum var ég tekinn á beinið fyrir eitthvað sem aðrir höfðu af sér gert.

Ég hef lokið við að flokka öll þau atvik sem áttu sér stað og ég var skammaður fyrir. Fyrstu tölur benda til þess að þetta flokkist svona 50/50. Það sem ég hef átt skilið, og það sem ég hef ekki átt skilið.

Eitt atvik er þó þess eðlis að ég veit ekki alveg í hvorn flokkin ég á að setja það, en ég var GRÍÐARLEGA mikið skammaður fyrir þetta atvik. Ég óska eftir aðstoð hlutlausra manna við að meta þetta tilvik.

Ég var staddur í matreiðslutíma í 10.bekk. Við sátum á 4 stórum hringborðum og vorum að vinna hópavinnu um próteininnihald í mjólkurafurðum. Kennarinn sem var kona á besta aldri gekk á milli borðanna og aðstoðaði okkur.

Ég sat á ysta borðinu með glænýjan skrúfblýant (Blýpenna)og hafði lokið við að leysa verkefnið mitt þegar kennarinn fer að aðstoða bjánana á borðinu innan við mig. Hún hallar sér fram til að aðstoða þessa nemendur og við mér blasir afturendinn á henni, í öllu sínu veldi. Það voru ekki nema nokkrir sentimetrar á milli bakhlutans á frúnni, og andlitsins á mér.

Í kvikindisskap mínum þá tek ég gljáfægðan blýpennan minn og og munda hann í áttina að dýrðinni. Ég man það ennþá hvað ég glotti, þegar ég sagði við Bjarna Vin minn ; "ætti ég" ?
Að sjálfsögðu var þetta bara sagt í gríni, enda hefði ég, hrekklaus drengurinn, aldrei þorað að stinga blýpennanum mínum upp í rassgatið á kennaranum mínum.
En ég hafði ekki fyrr lokið við þessa setningu en þáverandi vinur minn Bjarni Sæmundsson, sló í hendina á mér svo penninn klauf á henni rasskinnarnar af miklu afli. Konu Greyið argaði uppyfir sig og snéri sér snöggt við, og ég roðnaði vandræðalega á mettíma. Hvað hafði ég nú komið mér í ? Hvernig í ósköpunum átti ég að ljúga mig út úr þessu. Ég skammaðist mín gríðarlega og hafði mér ekkert til málsbótar.
Ég var umsvifalaust dreginn fram á gang og önnur eins öskur og skammir hafði ég ekki fengið í langan tíma. Ég reyndi að malda í móinn og afsaka mig einhvern veginn. Það gáfulegasta sem mér datt í hug, var að ég hefði verið að teygja úr mér og óvart rekið broddinn milli kinanna á henni.
Ég átti ekki von á því að mér yrði trúað, og svo var heldur ekki reyndin. Við tók allt þetta týpiska stapp, sem ég hafði svo sem tekist á við áður. Ferð til Skólastjóra,iðrun, afsökunnarbeiðni, bætt hegðun í nokkra daga og svo fr...
Að endingu var mér fyrirgefið, eins og venjulega, en þetta sat í mér í langan tíma á eftir.

Því langar mig að spyrja, svo ég geti gert upp fortíð mína. Var þetta atvik mér að kenna, og átti ég þessar gríðarlegu skammir skilið ?

Bóla

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Birkir
Hér ritar ástkær faðir þinn: Miðað við nákvæma lýsingu þína á atvikinu var þetta auðvitað alfarið Bjarna að kenna, enda veit ég að þú hefðir aldrei látið þér detta annað eins í hug, og reyndar enginn ykkar bræðra, ef því er að skipta. Enda uppeldið ávallt til fyrirmyndar, þér er alveg óhætt að halda áfram við uppgjör fortíðarinnar, en ég ætti kannski að ræða aðeins við þennan kennara.

Nafnlaus sagði...

Já þetta er athugavert. Ég man nefnilega ekki betur,en erindið hafi verið tilkynnt heim, og ég fengið skammir fyrir þar líka;)

Bóla

Nafnlaus sagði...

Tja, þetta er soldið svona eins og þegar Michael Jackson hélt krakkanum fram af svölunum. Það þarf klikkaðan einstakling til að láta sér detta þetta í hug, en einhvern ennþá klikkaðri til að fara alla leið. Ef Debbie hefði verið jafn grilluð í hausnum og Bjarni vinur þinn, þá hefði hún hrint Jackson og krakkinn hrapað. Það hefði samt ekki firrt Jackson allri ábyrgð. Hann hefði fengið lífstíðardóm en hún dauðarefsingu. Ég myndi þess vegna setja 70% af ábyrgðinni á Bjarna og 30% á þig. Þhefðir því átt skilið 30% af skömmunum sem þú fékkst.

Kv.
Árni

Elvar Berg sagði...

Þetta minnir mig á skammirnar sem ég fékk þegar ég rétti stelpu í bekknum mínum gaffal með innri tvo gaddana beygða inn. Er ég rétti henni gaffalinn bað ég hana um að stinga gafflinum í innstungu sem var þar rétt hjá. Þegar hún hún átti einungis 10-15 cm eftir í innstunguna náði kennarinn að grípa í hendina á henni og afstýra ósköpunum, ef einhver yrðu. Og ég, af öllum, fékk skammirnar. Merkilegt.