22. september 2008

Kompás

Það er sérkennilegt að sjá umræðuna um Kompás fara að hnitast um það hvor sé meiri ódámur, lumbrarinn eða sá sem lumbraði. Málið snýst um það hvort vonlaus viðskiptamógúll hafi með ofbeldi verið neyddur til að skrifa undir plögg. Barsmíðin á bílaplaninu áttu aðeins að undirstrika líkindin á frásögninni.

Annar vinkill á frásögninni er hvort sá sem var barinn hafi kveikt í bíl hins (og jafnvel hvort hinn hafi áður brennt bíla þess).

Það sem stendur upp úr þættinum er hið tvöfalda kerfi sem Kompás var að skyggnast inn í. Ef kveikt er í bílnum þínum og þig grunar hver gerði það er geturðu verið viss um það eitt að það er gagnlaust að kalla til lögguna. Löggan hefur það eitt hlutverk að kvitta upp á fyrir tryggingarfélög.

Ekki fyrir löngu síðan braust einhver pilluætan inn í bílinn minn og stal þaðan myndavélinni minni og dóttur minnar. Í gær fékk ég bréf um að löggan hafi hætt rannsókn málsins. Þeim fannst víst ekki líklegt að þeir myndu af rælni rekast á vélarnar.

Löggan er vonlaus þegar kemur að ýmsum málum. Þess vegna þrífst undirheimahagkerfi þar sem hnefarétturinn er ríkur.

Einkaþjálfarinn (væntanlega fyrrverandi) var að berja gaurinn fyrir að brenna bílinn sinn og upplifði sig vafalaust í einhverjum rétti. En undir lá hótun um ævarandi ofsóknir vegna óljósra misgjörða við sig og hálfan heiminn. Hugsanlega sanngjörn krafa var orðin að illseðjandi, rökvilltri skepnu.

Um það var Kompás að fjalla. Því skilaði þátturinn vel.

Aðkoma ritþjófsins er öll hin kjánalegasta.

Engin ummæli: