17. september 2008

LFC

Jæja góðir hálsar.

Ég ákvað að vera ekkert að koma með leikskýrslu eða fréttir af stórleik helgarinnar í enska boltanum, þar sem Liverpool vann glæstan sigur á United. Að sjálfsögðu vorum við Liverpool menn í skýjunum eftir svona leik, enda var þetta aldrei spurning um sigur. Við mættum að vísu korteri of seint í þennan leik og fengum á okkur mark snemma, en um leið og við vorum búnir að hita upp, þá sá United aldrei til sólar og fóru sneyptir heim með ekkert í farteskinu.

Sigurgangan heldur áfram.

Sem stendur er Liverpool í efsta sæti deildarinnar ásamt Chlesea, og þó svo að það verði að segjast eins og er, að það fást engir titlar fyrir að vera efstir í september, þá er ekki hægt að segja annað en að þetta líti vel út hjá mínum mönnum.

Í gærkveldi skruppum við svo yfir til Frakklands og unnum sigur á Marseille á afar erfiðum útivelli. Ég var í rauninni aldrei smeykur um hvernig þessi leikur færi, en viðurkenni vel að þetta var óþarflega tæpt hjá okkur í lokin. 1-2 sigur á útivelli gegn Marseille verða að teljast góð úrslit.
Nú vona ég bara að mínir menn haldi áfram uppteknum hætti og nái sér í 3 gríðarlega mikilvæg stig um helgina þegar við leikum við Stoke. United fer á Brúna og heimækir Chlesea og það eru allar líkur á því að annaðhvort verðum við einir efstir eftir þessa umferð, eða að United sökkvi ennþá dýpra í eigin saur og ælu. Hvortveggja er ásættanlegt.

Sjáum til hvað setur....

Bóla

Engin ummæli: