Hverjum er ekki sama þó svo að AIG sé að fara á hausinn í Bandaríkjunum ? Hvernig datt forsvarsmönnum þessa fyrirtækis í hug að sverta svo ýmind sína að auglýsa á búningum Man.United ? Eru þessir menn ekki með öllum mjalla ? Menn máttu vita það, að með þessu framferði væru menn einfaldlega að keyra félagið beint til andskotans.
Það liggur í augum uppi, að það vill ekki nokkur maður skipta við fyrirtæki sem hefur tengsl við Man.United.
Þá er nú skárra að auglýsa bara CarlsBerg. CarlsBerg fer aldrei á hausinn, menn hætta aldrei að drekka bjór.
Ég vona að þetta fyrirtæki fari á hausinn.
Bóla
3 ummæli:
Ég breyti síðunni þannig að það komi Machester United bakgrunnur á allar þínar færslur ef þú ferð ekki að skrifa um eitthvað annað en fótbolta, helvískur.
Ég fæ ekki betur séð, en að ég fái allavega fleiri "ummæli" við mínar færslur en aðrir sem skrifa inná þessa síðu.
Um hvað á maður að skrifa ?
Hér eru nokkrar hugmyndir:
Verðbólgu
Gengisvísitölur
Borgarstjóraskipti
Kreppu/niðursveflu
Leiðinlega bloggara
Innflytjendur
??
Þetta er það sem allir eru að blogga um í þjóðfélaginu og er allt jafn hund helvíti leiðinlegt.
Fótbolti er skemmtilegastur, og því eðililegt að hann fái sína umfjöllun hér á síðunni.
Bóla
p.s: svo dettur mér bara ekkert annað í hug að skrifa um.
Áfram, Bóla! Skemmtilegheit pistla fara ekki endilega eftir „dýpt“ þeirra.
Knattspyrna er hið fullkomna meðal við svartheitum helvítisspám sem glymja alls staðar í eyrum.
Skrifa ummæli