Eins gaman og það er að hafa rétt fyrir sér þá er af því lítill ylur þegar um mál eins og misnotkun bankanna á fjármálaheiminum er að ræða.
Af einhverjum ástæðum vakti það enga athygli fjölmiðla þegar krónan fór að falla nú í september. Eins og hún hafði gert í mars og júní. Gengisfall sem hefur skelfileg áhrif á þjóðina alla og eykur að sjálfsögðu verðbólgu.
Það hefu verið vitað lengi að bankarnir gætu fellt krónuna ef þeir vildu. Það hefur verið vitað jafn lengi að þeir hafa haft af því ærinn hag. Það eina sem ekki hefur verið ljóst er hvort þeir væru virkilega svo siðlausir að velta vandanum svona kinnroðalaust yfir á aðra. Og hvort þeir hafi virkilega verið svo vitlaustir að trúa að fólk sæi ekki í gegn um brellur þeirra.
Nú hafa þrír stjórnmálamenn talað um stöðuna. Haarde tekur þátt í leiknum með bönkunum og var svo svívirðilegur að kenna verðbólgunni um. Þar með hafði hann sent Davíð Oddssyni eitraða pillu, því verðbólgan er jú hans mál. Þá steig Davíð á stokk og ítrekaði gömul ummæli um að verið væri að fitla við krónuna. Hann áréttaði andstyggð sína. Loks gekk Imba fram í dag og staðfesti greiningu mína frá því í fyrradag.
Það hugnast stjórnvöldum frekar að láta bankana standa af sér áhlaupin þar sem kostnaðurinn við fall þeirra bitni hvort eð er á þjóðinni. Það má vel líkja þessu við það að sjúklingur, sem brotinn er á báðum fótum, sé píndur til að standa uppréttur í því skyni að gefa einhverjum falskar hugmyndir um heilsufar hans.
Athæfi bankanna er algjörlega siðlaust. Stjórnvöld eru að sama skapi huglaus. Það er verið að stela peningum af þjóðinni til að borga fyrir fyllerí (svo notuð sé líking Imbu) sem hún ber enga ábyrgð á.
Það er fjölmiðlum til fullkomins vansa að þeir skuli ekki hafa kveikt á því sem var að gerast. Þeim er engin vorkunn lengur. Nú verða fjölmiðlamenn að vakna.
Bankarnir eru að fremja glæp aldarinnar á þjóðinni. Haarde og Imba eru samsek.
3 ummæli:
Mér líður eins og ég haldi úti hópbloggi með Jónínu Ben og Magnúsi Korntop.
Merkilegt.
Mér finnst eins og ég sé að blogga með Aspergersjúkum fótboltafíkli og úrklippum úr Fréttablaðinu.
Merkilegt.
Mér finnst ég alltaf vera einn...snökt,snökt...;)
Bóla
Skrifa ummæli