12. ágúst 2008

Skemmti Krafteinn flytur

Samkvæmt þessu http://www.visir.is/article/20080812/FRETTIR01/6513763, þá ætlar Gísli Marteinn að flytja til Skotlands og fara í skóla. Hann ætlar hinsvegar að fljúga til Reykjavíkur til að vera viðstaddur alla borgarstjórnarfundi.

Það ætla ég rétt að vona, að hann pungi út fyrir ferðalaginu og öllum aukakostnaði, sjálfur. Ef raunin verður sú, skattgreiðendur Reykjavíkur greiða allt heila klabbið, þá er ég alveg með það á hreinu hvað ég ætla að gera.

Þá einset ég mér það, að komast í borgarstjórn og flyt svo strax daginn eftir kosningar til Bangladesh eða Ástralíu, og tilkynni að ég muni fljúga á borgarstjórnarfundina, og láta lýðinn borga brúsann. Að sjálfsögðu þigg ég full laun fyrir verkið og lifi svo eins og kóngur í nýrri heimsálfu.

Fáránleikinn verður ekki mikið meiri en þetta.. eða hvað.

kv, Bóla

Engin ummæli: