15. ágúst 2008

Fokking sörpræs!

Tveir stjórnmálaflokkar hafa opinberað sig sem nærsýnustu flokka seinni tíma í íslenskum stjórnmálum. Annar er Sjálfstæðisflokkurinn og hinn heitir Framsókn.

Framsókn byrjaði á því að Guðni Ágústsson mætti í viðtal til Sverris Stormskers og hélt að hann væri að fara í alvarlegt viðtal. Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi og fór á taugum þegar menn áttuðu sig á því að þeir höfðu undirritað eigin dauðadóm í borginni með samneytinu við Ólaf Eff.

Báðir, Sverrir og Ólafur, hafa verið algjörlega samkvæmir sjálfum sér og útreiknanlegir í framgöngu sinni. Taugaveiklun stjórnmálamannanna var tilkomin af því einu að þeir höfðu misreiknað sig. Guðni með því að mæta í þátt sem hann átti ekkert erindi í og Sjálfstæðisflokkurinn með því að láta Villa gamla og varðhund hans nota flokkinn í langdregnu híáykkur af banabeði hins úrelta stjórnmálamanns.

Hanna Birna féll á prófinu. Ekki vegna þess að hún sparkaði Ólafi (það var raunar eini kosturinn í stöðunni eins og komið var). Hún féll á prófinu því hún lét sjást í strengina. Hjónaband hennar og Óskars er hentihjónaband. Ákveðið af foreldrunum. Það eina sem Hanna og Óskar gerðu var að mæta í athöfnina. Hanna er ekki orðin alvöru stjórnmálamaður ennþá. Alvöru stjórnmálamaður hefði átt frumkvæðið að þessu sjálfur. 

Allir borgarfulltrúarnir eiga að skammast sín núna. Minnihlutinn fyrir að horfa á Róm brenna og aðhafast ekkert. Sjálfstæðisflokkurinn fyrir að svíkja Ólaf Eff og Ólafur Eff fyrir að vera svona hrikalega auðtrúa.

Gamli, góði Villi er eins og hanninn. Í hvert skipti sem hann opnar gogginn er einhver svikinn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við verðum að finna íslenska lýðveldinu nýja höfuðborg.