12. ágúst 2008

Peking 2008

Á ólympíuleikunum í Peking er meðal annars keppt í bogfimi, frjálsum, hafnarbolta, körfubolta, fótbolta, handbolta, badminton, strandblaki, boxi, kajakróðri, kanósiglingum, hjólreiðum af öllum stærðum og gerðum, siglingum af öllum stærðum og gerðum, dívingum, skylmingum, Fimleikum, sundknattleik, júdó, tae-kwondo, grísk/róm glímu, borðtennis, tennis, blaki, kraftlyftingum, skotfimi, hokkí, og sundi.
Miðað við hvað keppt er í mörgum íþróttagreinum, þá hefði maður haldið að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er alltaf gaman að horfa á íþróttir sem maður sér sjaldan, og þarna er kjörið tækifæri til þess að kynna fyrir áhorfendum skemmtilegar íþróttagreinar sem ekki sjást á hverjum degi.

Þess vegna er mér alveg fyrirmunað að skilja hvers vegna í ósköpunum RÚV kýs að sýna í 23 klukkutíma á sólarhring frá undanrásum í sundi !!!

Það er eins og það sé ekki keppt í neinu öðru á þessum déskotans leikum heldur en sundi, og aftur sundi.
Er það skoðun þeirra hjá íþróttadeild RÚV, að það séu allir íslendingar forfallnir sundáhugamenn?? Hafa þessir menn aldrei komið í íslenska sundlaug og séð að það er ekki einn einasti maður að synda í lauginni, þó hún sé yfirfull af fólki?
Íslendingar hafa engan áhuga á sundi sem íþróttagrein.
Íslendingar fara í sund til þess að skoða hálfnakta kroppa, liggja í heitapottinum og busla með börnin sín.
Jú jú, vissulega eru til nokkrar hræður sem hafa nennt að synda þvert yfir sundlaugina, svona einu sinni eða svo. Flestir þessir sundmenn eru nú á Ólympíuleikunum að keppa fyrir hönd þjóðarinnar og þó svo að við séum voðalega stolt af ólympíuförunum okkar, þá verður bara að segjast eins og er, að þeir geta ekki rassgat í sundi.

Ég vil að það verði hætt að einblína á þetta helvítis sund alltaf hreint á þessum ólympíuleikum og okkur leyft að fylgjast með meira framandi íþróttagreinum eins og glímu,Júdó, bogfimi, skotfimi og einhverju slíku.

Kveðja...Bóla

Engin ummæli: