9. júlí 2008

Queen getraun II

Mér skilst að það sé komið að mér, óvæntum sigurvegara síðustu getraunar, að spyrja. Svo hér er plötuumslag sem ég hef vandlega breytt í Photoshop. Spurningin er, hvað heitir platan raunverulega? Þetta er svínslega erfitt.

Smellið fyrir stærri útgáfu.

9 ummæli:

Elías sagði...

Það nennir enginn að taka þátt í þessari getraun.

Nafnlaus sagði...

9 mínútur og þessi dómur. töff.

Nafnlaus sagði...

9 mínútur og þessi dómur. töff.

Gísli Már sagði...

HAHAHA, ég emjaði yfir þessu þegar ég sá þetta um daginn. something awful stendur öngvann veginn undir nafni.

Óli Sindri sagði...

Déskotinn, einhver búinn að uppgötva alteregóið mitt á SomethingAwful.

Gísli Már sagði...

Ha! Nei, alls ekki. Ég er ekki skráður sjálfur þar, þar sem kreditkort eru bannlista nr1. Debetkort eru nr2.
En ég skoða mikið þá þræði sem opnir eru.
Þú mættir þó, þ.e.a.s segja ef þú ert skráður, segja mér á hvaða borðum þú ritir mest.
Og veitt mér jafnvel hógvær verðlaun ef mér tekst vel til við að spotta þig.
FYAD er reyndar aldrei opinn kreditkortalausu fólki.
Ef það er þinn staður.
Nema þú sért bara HRF.

Óli Sindri sagði...

Þú ert þegar búinn að finna mig. Það var ég sem gerði þessa mynd í Photoshop, eins og ég sagði í þessari færslu.

En þú getur þrátt fyrir það sparað þér frekara ómak, ég skrifa sama og ekkert þar inn.

Nafnlaus sagði...

News of the World.

Þetta segi ég bara til að bjarga getraunaréttinum frá þinni kaldlyndu sál.

R

Ágúst Borgþór sagði...

Platan heitir News of the World. Það stendur þarna. Ég keypti hana 19. nóvember árið 1977. Ég hlustaði á We Will Rock You og We Are the Champions án þess að vita að allur heimurinn ætti enn eftir að þekkja þau 30 árum síðar.