10. júlí 2008

Getraun III


Það er óhætt að segja að getraunir okkar bræðra hafi vakið mikla lukku og gríðarleg viðbrögð. Gagnvirkt blogg er augljóslega framtíðin.

Mig langar að lyfta getraunum okkar á ögn hærra plan svo við getum a.m.k. talið sjálfum okkur trú um að þögn lesenda sé vegna þess hvað getraunin er metnaðarfull og ekki á allra færi.

Spurt er um rithöfund, sem þó er ekki þekktastur fyrir ritstörf sín. Samt fléttast ritstörf hans inn í það sem hann er þekktastur fyrir og hefði ekki verið fyrir þau þá væri hann líklega enn fullkomlega óþekktur. Sem væri synd. Og jafnvel hættulegt.

Enginn hefur nokkru sinni lagt meira á sig til að komast á prent.

Þetta brot er úr smásögu eftir hann. Sagan fjallar um hóp fólks sem er svo upptekið af smámunum að það hunsar hinar raunverulegu hættu sem felst í því að skip þeirra er komið langt af leið og inn í válynd veður.

Maðurinn sem spurt er um er líklega sá, sem mótmælt hefur afleiðingum iðnvæðingarinnar hvað kröftuglegast.

Hann er með háskólapróf frá virtum bandarískum háskóla í raungreinum.

Hver er hann?

„Jafnmörg teppi fyrir konur og karla,“ hrópaði kvenfarþeginn. „Ég vil láta skipa mér fyrir á spænsku,“ hrópaði mexíkóski sjóliðinn. „Ég vil fá að reka happdrætti,“ hrópaði indíáninn. „ Ég vil ekki vera kallaður aftaníossi,“ hrópaði kynvillingurinn. „Byltingu strax!“ hrópaði háskólaprófessorinn.“

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki bara Unabomber?

Árni

Nafnlaus sagði...

Þetta lítur út eins og Ólafur Jóhann Ólafsson.

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Þetta er rétt hjá Árna. Þetta er Unabomberinn, Ted Kaczynski. Sagan heitir Ship of Fools.

Djö!

Ég sem ætlaði að hafa það þungt.

Sýnir hvað við höfum gáfaða lesendur.
Samkvæmt hefðinni má Árni því koma með næstu þraut. Hann getur sent hana inn sem komment, tengil á sitt blogg, e-mail - nú eða sleppt því.

Nafnlaus sagði...

Mótmæli við iðnvæðinguna gave it away. Hún er líklega að fara að drepa okkur flest löngu áður en sólin brennur út. Ég las nú bara um Unabomber í skóla og ég held það hafi enginn áfangi haft jafn mikil áhrif á mig. Allavega, ég tel mig ekki vera hæfan til að koma með getraun sem er samboðin þessari síðu. Ég er enginn lestrarhestur og er á allt annarri línu í tónlist og öðrum áhugamálum. Þannig að ég afsala mér rétti mínum (nema reyndar að ég megi koma með íþróttaspurningu)og bið ykkur um að semja nýja getraun í staðinn.

Kveðja,
Árni

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Þú mátt auðvitað koma með íþróttaspurningu ef þú vilt. Ef hún kemur ekki semjum við aðra í staðin - í fyllingu tímans.

En þetta með Unabomberinn var vel af sér vikið.

Í hvaða áfanga lærðir þú um hann?

Nafnlaus sagði...

Ég lærði um Unabomber í áfanga sem hét Technology and Human Values. En hér kemur íþróttagetraunin, hún er ekki merkileg en mér datt bara ekkert betra í hug í augnablikinu:

Hvaða þekkti knattspyrnumaður í ensku úrvalsdeildinni sefur að jafnaði í heila 15 tíma á sólarhring að eigin sögn?

Kveðja,
Árni

Nafnlaus sagði...

fagna íþróttaspurningu.. þó ég hafi ekki hugmynd um svarið við henni. En til að skjóta á eitthvað.. þá minnir mig að Keane hafi rekið Miller fyrir að hafa alltaf verið að sofa yfir sig. Til vara þá ætla ég að skjóta á D. James...bara af því að það hljómar svo líklega.

Bóla.

Nafnlaus sagði...

Drengur... viltu fara að gera svo vel að koma með vísbendingu, eða svarið..allavega segja mér hvort þetta er rétt eða rangt...annars fordæmi ég þig, bannfæri og í framhaldinu af því, þá tryllist ég :) ... ef ekkert ofangreint er rétt... þá er ég nokkuð viss um að svarið er Essien ;)

kv, Bóla

Nafnlaus sagði...

Sælir

Afsakið, ég var netlaus um helgina. Bólan er með þetta, Michael Essien hjá Chelsea sefur í 15 tíma á sólarhring. Magnað helvíti alveg. Æfir örugglega í 3-4tíma og notar kannski 2-3 tíma í að éta. Þá eru bara 2-4 tímar eftir. Hann hlýtur að vera að ljúga þessu. Allavega, gátan leyst, hamingjuóskir til bólunnar.

Kv.
Árni

Ragnar Þór Pétursson sagði...

Þá er sú sorglega staða komin upp að BÓlafsson hefur fengið réttinn til samningar næstu þrautar, þrátt fyrir að vel megi flokka svaramergð hans við þeirri fyrri sem spam.

Hann skyldi þó ekki spyrja um Liverpool.

Hvað var yfirskeggið á Ian Rush langt þegar það var lengst?