9. júlí 2008

Nafn háskólakennarans - varúð?

Jens, ofurbloggari , hrollfíkill og eldri borgara doppelganger, ætlaði í gær að vera svalur og birti nafn barnaníðingsins og háskólakennarans á bloggi sínu. Svo hringdi samviska Moggabloggsins, Árni Matt, í hann og lét hann fjarlægja nafnið.

Eitthvað var rætt um ábyrgð í þessu sambandi.

Eins um að hlífa fórnarlömbum hans.

Það er sitthvor hluturinn.

Maðurinn hefur játað á sig barnaníð og er því sekur, hann er metinn með ólæknandi eða illa læknand barnagirnd og hann situr í óvenju löngu gæsluvarðhaldi. Það er því enginn ábyrgðarhlutur að segja hann sekan þótt dómur sé ekki fallinn.

Aðeins um fórnarlömbin. Auðvitað bendir nafn hans á nokkur fórnarlamba hans. Hafi maður á annað borð áhuga á því að grafa upp nöfnin er það ekkert mál. En sá áhugi getur aðeins komið til af tvennu. Annað hvort er maður hálf sturlaður hrollfíkill (af skóla Jens) eða maður þekkir til barnanna fyrir. Allir í seinni flokknum vita nú þegar hver þau eru og hvað gerðist og það verður kaldur sunnansvali í helvíti þegar ég samþykki það að haga netnotkun minni þannig að hún verði forvörn gegn netsjúklingum. Ég miða ekki skrif mín við lægsta samnefnara. Aðrir ættu ekki að gera það heldur.

Í öllum öðrum löndum væri búið að birta nafn og mynd mannsins fyrir löngu. Það er ekki hefð að halda hlífiskildi yfir Jósefum Fritzl þessa heims.

Það að slíkt skuli ekki gera vegna fórnarlambanna gerir ekkert annað en að ýta undir sjálfkrafa sektarkennd fórnarlambanna. Þau hafa ekkert til að skammast sín fyrir. Þau eru fórnarlömb trúnaðarbrots. Þau hafa ekkert rangt gert frekar en fórnarlömb flugslysa eða rána. Samfélagið bar ábyrgð, ekki börnin. Búið var að kvarta við barnaverndaryfirvöld vegna óeðlilegra samskipta mannsins við börn. Ekkert var gert. Við eigum að skammast okkar, ekki þau.

Smæð samfélagsins kemur málinu ekki við. Nafnbirtingar í blöðum voru miklu algengari þegar íslenska þjóðin var miklu fámennari. Það er ekki smæðin sem hefur orðið meira afgerandi, það er skinhelgin.

Hér er Gunnar Magnússon:

26 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það versta við þessa myndbirtingu er samt að myndin er talsvert gömul. Gunnar Magnússon er gráhærður og mun feitari nú heldur en á þessari mynd.

Nafnlaus sagði...

Þú meinar að það sé svo líklegt að honum verði ruglað við alsaklausan mann sem lítur út eins og hann leit út grennri og ógrásprengdur?

Þetta er myndin sem áður var búið að birta, bara blörraða.

Ágúst Borgþór sagði...

Þetta er vel orðað, vel ígrundað og vel að verki staðið, Óli Sindri.

kv.
ÁBS

Johann sagði...

Myndbirtingar á afbrotamönnum ættu að vera hluti af dómi, ekki eitthvað sem hentisemi borgara eða dagblaða sker úr um.

En gott og vel, myndbirtingar eru vart lengur umdeilanlegar.

Til þessa hafa fjölmiðlar ekki viljað birta mynd af manninum, að sögn vegna tillitssemi við fórnarlömbin. (Tillitsemi er jú af hinu góða eins og þú hefur nú sjálfur predikað.)

Þú skrifar: "En sá áhugi getur aðeins komið til af tvennu. Annað hvort er maður hálf sturlaður hrollfíkill (af skóla Jens) eða maður þekkir til barnanna fyrir. Allir í seinni flokknum vita nú þegar hver þau eru og hvað gerðist og það verður kaldur sunnansvali í helvíti þegar ég samþykki það að haga netnotkun minni þannig að hún verði forvörn gegn netsjúklingum."

Þeir sem þú skilgreinir í "seinni" flokknum hafa engan áhuga á að grafa slíkar upplýsingar upp, enda vita þeir nú þegar hver ódæðismaðurinn er.

Því er þetta röng greining hjá þér og í raun aðeins um flokk netsjúklinga að ræða. Þeim sinnir þú nú, líkt og Jens Guð áður.

En mig langar að spyrja þig Óli Sindri: Spurðir þú alla þá sem eiga um sárt að binda vegna afbrota þessa manns, hvort þeim væri sama að þú birtir myndina?

Eða ertu að þessu til að vekja athygli á sjálfum þér, líkt og Jens Guð.

Ekki sé ég muninn...

Óli Sindri sagði...

Jóhann. Það er heldur einkennileg persónuleg skoðun í máli að persónulegar skoðanir eigi ekki við um það. Það er þó einmitt það sem felst í upphafsmálsgrein þinni.

Greiningin er rétt. Þessi skipting er nauðsynleg til að fanga raunveruleika svona mála. Skilningur þinn er rangur. Þú segir: „í raun [er] aðeins um flokk netsjúklinga að ræða“, og heldur að þar sért þú að fletta ofan af misskilningi hjá mér. Þetta er samt nákvæmlega það sama og ég segi.

Þetta snýst um það hverjir hafa persónulegan áhuga á fórnarlömbunum. Það eru netsjúklingar og síðan fólk sem fyrir löngu er búið að grafa upp ídentítet þeirra með öðrum leiðum, nágrannar, bekkjarfélagar etc. etc.

Hjá öllu eðlilegu fólki er slíkur áhugi óverjandi. En hjá venjulegu fólki er enginn slíkur áhugi til staðar hvort eð er. Og ég kýs frekar að fjölmiðlar og bloggarar miði við eðlilegt fólk.

Johann sagði...

Hvaða bullsvar er þetta nú! Hvar segi ég að "persónulegar skoðanir" eigi ekki við það? Hvaða fyrirsláttur er þetta?

Ég get bara endurtekið; þetta er röng greining, og þú er sem hamskiptingur í líki Jens Guðs hér.

Því miður.

Óli Sindri sagði...

Þú hefur þá persónulegu skoðun að persónulegar skoðanir manna eigi ekki að ráða myndbirtingum heldur dómar.

Þú skilur ekki greininguna.

Má ekki bjóða þér að afhjúpa vankunnáttu þína og laka greind í fleiri athugasemdum?

Johann sagði...

Jújú, ég skal reyna að útskýra þetta fyrir þér fyrst þú ert svona rosalega greindur.

Þú segir:

"...sá áhugi getur aðeins komið til af tvennu"

Þetta skil ég að það séu til tvenns konar ástæður fyrir því að vilja nafngreina og sjá manninn.

Þú segir síðan: "Annað hvort er maður hálf sturlaður hrollfíkill (af skóla Jens) eða maður þekkir til barnanna fyrir."

Þetta segi ég vera ranga greiningu, enda vita þeir sem tilheyra síðari hópnum gjörla hver maðurinn er.

En síðan skýrir þú sjálfur fyrir okkur hverjum þú ætlar þessa myndbirtingu þegar þú segir:

"Hjá öllu eðlilegu fólki er slíkur áhugi óverjandi. En hjá venjulegu fólki er enginn slíkur áhugi til staðar hvort eð er. Og ég kýs frekar að fjölmiðlar og bloggarar miði við eðlilegt fólk."

og birtir myndina! Líkt og Jón Guð!

En þú virðist halda að þessir fyrirvarar þínir geri að verkum að þú birtir myndina bara fyrir "eðlilegt" fólk!

Ekki sé ég hvernig þú ert frábrugðinn Jens Guð, þrátt fyrir orðavaðalinn.

En þú veist nú að fjölmiðlar eins og DV, sem kalla nú ekki allt ömmu sína í þessum efnum, kusu að birta ekki mynd af manninum vegna tillitssemi við fórnarlömb hans.

Þú átt enn eftir að útskýra hvers vegna þú hermir eftir Jens Guð?

Óli Sindri sagði...

Þakka þér fyrir útskýringuna, Jóhann.

Efnislega er hryggjarsúlan í tuði þínu hér:

„Þetta skil ég að það séu til tvenns konar ástæður fyrir því að vilja nafngreina og sjá manninn.“

Og þar er hundurinn grafinn. Ég er ekki að tala um ástæður fyrir því að vilja nafngreina manninn. Ég er að tala um ástæður fyrir því að vilja tengja manninn við fórnarlömbin.

Að nafngreina hann úr því sem komið er, það er sjálfsagt.

Johann sagði...

Þú hefur bara reynst vera nýr Jens Guð með meira orðskrúði.

Enda hefur engin "eðlileg" manneskja áhuga á því að sjá smettið á þessum gæja, hvað þá að vita nafn hans.

Hinar svonefndu tengingar þínar við fórnarlömb hans eru bara orðagjálfur.

Það sem tengir manninn við fórnarlömbin, einkum hvað okkur varðar, eru afbrot hans.

Er það það sem greinir þig frá Jensinum?

Réttu tengingarnar?

En nú nenni ég þessu ekki lengur...

Nafnlaus sagði...

Sæll Óli Sindri

Fín grein hjá þér. Gaman að bloggið sé að þróast í sömu átt og gamla DV. Þær röksemdarfærslur sem þú birtir voru einmitt þær sem réðu för á því blaði. Reyndar birtum við aldrei mynd eða nöfn manna sem höfðu misnotað eigin börn til að halda hlífiskildi yfir börnunum en kannski er þetta mál orðin undantekning vegna umfangs þess og hryllings.

Líka gaman að sjá að fólk spari svívirðingarnar yfir svona röksemdarfærslum - hefði einhver á DV skrifað þessa grein hefði hann verið hengdur á málefna og blogg-gálka þessa lands.

Kær kveðja
Símon

Nafnlaus sagði...

"Þú meinar að það sé svo líklegt að honum verði ruglað við alsaklausan mann sem lítur út eins og hann leit út grennri og ógrásprengdur?

Þetta er myndin sem áður var búið að birta, bara blörraða."
Nei ég held það nú ekki heldur þykir mér maðurinn hafa breyst mjög mikið og vilji fólk vita hver maðurinn er þá er fínt að hafa það í huga. Hægt er að finna aðra og betri mynd af honum á netinu.

Arnór sagði...

Johann

"Maðurinn hefur játað á sig barnaníð og er því sekur, hann er metinn með ólæknandi eða illa læknand barnagirnd og hann situr í óvenju löngu gæsluvarðhaldi."

Finnst þér þá það skipta einhverju máli hvort dómur falli?

"Því er þetta röng greining hjá þér og í raun aðeins um flokk netsjúklinga að ræða. Þeim sinnir þú nú, líkt og Jens Guð áður."

Hvernig sinnir hann þeim flokki? Hvar birtir hann nöfn fórnarlambanna? Birti Jens Guð þau?

Johann sagði...

Sæll Arnór.
Þar sem þú beinir þessu til mín þykir mér tilhlýðilegt að svara þér.

Það sem ég átti við er að myndbirtingar í fjölmiðlum af afbrotamönnum ættu að ákvarðast af dómstólum, ekki einstaklingum eða fjölmiðlum sjálfum. Þeir geta verið með annarlegar hvatir, auk þess sem myndbirting getur í sumum tilvikum reynst hinum dæmda meiri refsing heldur en dómurinn sjálfur.

En nú kemur hér Símon fram og kveður uppúr með það að Óli Sindri væri með viðlíka trakteringum og hér þess albúinn að stíga fram fyrir brjóstu í siðgæðisvarðturni DV.

Það segir líka sína sögu...

Ragnar Þór sagði...

Ég eyddi linkum á myndir. Bæði vegna þess að mér þótti ekki einsýnt að um sama mann væri að ræða en líka vegna þess að á myndunum var fleira fólk sem óþarft var að blanda í málið.

Að öðru leyti styð ég ákvörðun ÓS um mynd- og nafnbirtingu.

Ragnar Þór sagði...

Jóhann.

Ekki að ég vilji hvetja þig áfram í eyðimerkurgöngu þinni hér í kommentakerfinu en þessi grundvallarskoðun þín: „myndbirtingar í fjölmiðlum af afbrotamönnum ættu að ákvarðast af dómstólum“, er auðvitað þvæla.

Átti við að hægt sé að dæma þig til þess að vera settur í gapastokk fjölmiðla? Varla, það er ekki heilbrigð skoðun. Áttu þá við að það þurfi dóm til að hægt sé að skera úr um sekt? Hvað þá með eftirlýsta menn, grunaða um glæpi? Hvað með menn sem fremja glæpi sína fyrir opnum tjöldum? Skvetta skyri á þingmenn, t.a.m.?

Óli Sindri sagði...

Já, það segir vissulega sögu að Símon skuli "kveða upp úr" með þetta á þennan hátt, en líklega ekki þá sögu sem þú heldur.

Grundvallarmunurinn á DV og mér er að DV birti mynd af manni áður en svo mikið sem ákæra var gefin út. Við vitum öll hvernig það fór.

johann sagði...

Þakka þér áhugasöm hvatningarorð í garð bróður þíns, Ragnar. Það er alltaf gaman að slíku bræðraþeli.

En þú segir að þetta sem ég nefndi sé auðvitað þvæla: "myndbirtingar í fjölmiðlum af afbrotamönnum ættu að ákvarðast af dómstólum".

Og því máttu búast við smávegis eyðimerkurskokki af minni hálfu enn um sinn.

Mér dettur í hug að þú hafir t.d. ekki nennt að lesa það sem ég skrifaði í sömu efnisgrein, nefnilega þetta: "myndbirting getur í sumum tilvikum reynst hinum dæmda meiri refsing heldur en dómurinn sjálfur."

Tilfellið er að þú þarft eiginlega að andmæla þessu áður en þú hvetur bróður þinn áfram. Og þér til hægðarauka í þeim vangaveltum vil ég áminna þig um að sérhver telst saklaus þar til sekt hans er sönnuð.

Ennfremur að sú sönnunarfærsla fer fram fyrir dómstólum. Ekki á þessari síðu.

Bara svo að þú vitir það áður en næstu spor þín frjóvga nýjan svörð.

Og Óli, það að DV hafi eitt sinn birt mynd af manni sem var ekki búinn að fá ákæru, jafngildir ekki því að á ykkur DV sé neinn "grundvallarmunur" hvað þetta málefni varðar. DV hefur margsinnis stigið þau skref, hvers fótspor þú nú kýst að feta.

En þú átt enn eftir að útskýra muninn á þér og Jensanum Guðs, a.m.k. fyrir mér.

Þó bróður þínum sé skemmt...

Ragnar Þór sagði...

Sæll, Jóhann.

Hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð.

Sekt hlýtur að teljast sönnuð við játningu ekki síður, og jafnvel frekar en, dóm.

Þótt vissulega séu undantekningar frá því.

johann sagði...

Nei Ragnar, það eru til fjölmörg dæmi um játningar, sem hefur verið hnekkt fyrir dómi.

Og nú nenni ég þessu þvargi hreint ekki lengur.

Góðar stundir bræður, og Óli...sjáumst á næsta bar.

Ragnar Þór sagði...

Það er sumsé bjargföst skoðun þín að það sé lögmál að fleiri menn séu sýknaðir þrátt fyrir að lýsa yfir sekt en dæmdir þrátt fyrir að lýsa yfir sakleysi?

johann sagði...

Jæja Ragnar, svo þú ert í forsvari fyrir uppfræðslu ungdómsins.

Hlustaðu nú á.

Nei, það er ekki mín bjargfasta trú.

Mín bjargfasta trú að sú að dómstólar skulu taka að sér að dæma sakborninga.

Ekki einstaklingar né fjölmiðlar.

Ekki einu sinni þegar þeir eru ógeðslega vissir...

Ragnar Þór sagði...

Hér er loks kominn snertipunktur sem við getum verið sammála um að sé skynsamlegur.

Það er almennt rangt að dæma og frekar til marks um göfgi að gera það ekki.

En af hverju er það þá í lagi eftir að dómarar hafa dæmt?

Óli Sindri sagði...

Nú skulum við staldra stundarkorn við. Sekt er ekki sama og sekt. Það er hárrétt að eitt grundvallaratriði íslensk dómskerfis er að sakborningur er saklaus fyrir lögum uns sekt er sönnuð. Það er óefað. En það er einnig óefað að menn geta verið sekir án þess að vera það fyrir lögum.

Þannig er klárt mál að einhver, einhvers staðar er sekur um að hafa orðið valdur að hvarfi Geirfinns (svo ég noti úr sér gengna klisju sem dæmi), þrátt fyrir að hafa aldrei hlotið fyrir það dóm.

Sævar Cieselski var dæmdur sekur fyrir lögum um akkúrat það, þrátt fyrir að vera næstum örugglega saklaus í raun og veru. En hann játaði, og það var fréttnæmt. Neitun hans seinna meir var það einnig.

Það er fréttnæmt að Gunnar Magnússon skyldi játa á sig barnaníð. Það verður enn jafnfréttnæmt þó allt fari á ólíklegasta veg og uppúr krafsinu komi að játningin hafi verið fölsk. Jafnvel enn fréttnæmara fyrir vikið. Í öllu falli eru hér engar aðstæður sem geta á nokkurn hátt réttlætt það að nafni hans sé haldið leyndu.

Það er fróðlegt að skoða nokkurra áratuga gamlar fréttir af sakamálum. Morgunblaðið hikaði ekki við að birta nöfn og myndir af fórnarlömbum og meintum morðingjum strax daginn eftir atburði. Það var regla fremur en undantekning. Þeir vissu sem var að slíkt efni hafði fullt erindi í fjölmiðla. Þó var samfélagið smærra þá.

Gætum við lifað án þess að sjá nafn og myndir við þessar aðstæður? Vissulega. Við gætum líka lifað ágætu lífi án þess að vita nokkuð af Paul Ramses, forsetakosningum í Bandaríkjunum eða fótboltaúrslitum síðustu helgar.

Tilgangur fjölmiðla hlýtur að vera að finna það sem getur talist fréttir og birta það, eins ítarlega og nákvæmlega og aðstæður leyfa. Hér leyfa aðstæður fyllilega að nafn og mynd sé hluti þess sem birt er. Öfugt við þær aðstæður sem voru til staðar þegar DV fokkaði upp, t.a.m.

Það eina sem stendur í veginum er skinhelgi. Og hún er ekki góð ástæða.

johann sagði...

Jæja Óli, höldum þvarginu aðeins áfram, þó ekki nema bara fyrir það hvað okkur báðum þykir svona þvarg skemmtilegt.

Þú segir einna fyrst:

"En það er einnig óefað að menn geta verið sekir án þess að vera það fyrir lögum."

Ástæða myndbirtingar þinnar fellur af augljósum ástæðum ekki undir þann flokk. Hér eru lög þverbrotin.

Ef þú ert að vitna í t.d Vilmund Gylfason þegar hann sagði: "Löglegt en siðlaust.", þá er það bara gaman. En kemur sumsé ekki þessu máli við.

Næst ritar þú:

"Þannig er klárt mál að einhver, einhvers staðar er sekur um að hafa orðið valdur að hvarfi Geirfinns..."

Þetta er einnig rangt. Það getur hver sem er séð, þó ekki nema vegna þess að kannski hefur Geirfinnur sjálfur kosið að enda líf sitt. Það er mjög algeng orsök fyrir hvarfi manna og hef ég sjálfur persónulega reynslu af því.

Áfram heldur þú:

"Í öllu falli eru hér engar aðstæður sem geta á nokkurn hátt réttlætt það að nafni hans sé haldið leyndu."

Jú, og ég hef rakið þær skilmerkilega. Þér hefur hins vegar ekki tekist að sýna fram á af hverju það ætti að falla í þinn hlut að opinbera bæði nafn mannsins og mynd.

Hvað varðar athugasemdir þínar um Morgunblaðið, hefur það (a.m.k. á síðustu áratugum) ekki fallið í þann sensesjósjúrnalisma sem kætir þig.

Síðan klykkir þú umræðunni út með þessari ályktun:

"Tilgangur fjölmiðla hlýtur að vera að finna það sem getur talist fréttir og birta það, eins ítarlega og nákvæmlega og aðstæður leyfa."

...þú þyrftir eiginlega að bæta við:... "að því marki sem það er vænlegast til að selja sem flest blöð með vísun í lægsta sameiginlega nefnara."

En þá má hafa tvennt í huga; annnað er það að þú þóttist ekki vísa í lægsta sameiginlega nefnara, og hitt er að þú ert ekki fjölmiðill.

Skinhelgi er síðan annað áhugavert umræðuefni.

Sigurjón Njarðarson sagði...

Af einhverjum ástæðum virðast allir gleyma því að sakborningurinn (hann er ennþá ódæmdur) á líka fjölskyldu. Hver er hennar réttur?
Myndbirtingar af þessu tagi eru, að mér finnst, algerlega gagnlausar og hvorki bæta né dýpka nokkra frétt. Hvað þá þegar ódæmd er í málinu.
"Saklaus uns sekt er sönnuð" Er að mínu viti nokkuð afdráttarlaus setning. Og hér er enginn vafi um það.

kv.
Sigurjón