28. júlí 2008

Miriam Rose


Málstaður Saving Iceland er í grunninn góður þótt aðferðirnar séu það ekki alltaf. Nú stendur yfir nokkuð havarí um það hvort Miriam Rose, sem hlýtur að vera meira tortryggð en aðrir í hinum misfríða flokki þar sem hún er hávær og útlensk kona, hafi eða hafi ekki berað á sér sköpin og pissað ofan úr krana í áttina að verkamönnum.

Ég hef náttúrulegan tendens til að halda með fólki eins og Miriam. Þó missti ég allt álit á henni fyrir löngu. Ég var staddur á Austurvelli og veitti henni og vinum hennar athygli. Þau voru öll frekar hástemmd eftir aðgerð fyrr um morguninn og eigruðu um völlinn eins og þeir sem eru fullir af adrenalíni sem þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við. Eftir að hafa horft á þau trappa sig niður með hefðbundnum meðölum sá ég þau yfirgefa svæðið, og hana fremsta í flokki, og skilja eftir sig ókjör af rusli og drasli sem þau höfðu haft meðferðis.

Miriam Rose er í minni bók sami umhverfissóðinn og þeir sem hún berst gegn. Það er ekki einlæg ást hennar á umhverfinu sem knýr hana áfram - það er eitthvað annað.

Engin ummæli: