25. júlí 2008

Kári Stefánsson

Stefán Jónsson skrifaði skemmtilegustu endurminningarbækur sem ég hef lesið. Þær voru svo dásamlegar að æ síðan hafa þeir staðir sem hann skrifaði um mikið aðdráttarafl á mig. Vandinn er auðvitað sá að hann kunni miklu betur að upplifa þá en ég.

Í Fréttablaðinu í dag er ljómandi stíluð grein eftir son hans, Kára. Ég las fyrstu fimmtíu orðin, eins og af öllum greinum, og eftir það hélt hún mér föngnum. Nokkuð sem er afar sjaldgæft.

Kári er ljómandi skemmtilegur penni og greinin er frábær. Honum tókst í nokkrar mínútur að fá mig til að fyllast mikilli hluttekningu með hrossafólki. Og þegar haft er í huga að ég hef jafnvel minni áhuga á hrossum en Djúpavogi þá er það vel af sér vikið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér þótti þessi setning skemmtileg mannlýsing: "...en ekki jafn flinkur og hann er fallegur."

Svo er Jónas Árnason annar skemmtilegur skrásetjari. Ég mæli t.d. með bók hans: Undir Fönn.