25. júlí 2008

FFH


Jæja, þá er það staðfest. Geimverur hafa margoft heimsótt jörðina — nánar tiltekið Bandaríkin, að sjálfsögðu.


Ef ekki er hægt að trúa sjötta manninum sem steig á tunglið í þessum efnum er ekki hægt að trúa neinum. Hinn 77 ára gamli Edgar Mitchell hefur margoft sagt sögu sína af persónulegum kynnum við geimverur og yfirvarpi Bandaríkjastjórnar á heimsóknum þeirra. Nú síðast í útvarpsviðtali í fyrradag.


Reyndar er hann líka sannfærður um að kanadískur unglingur hafi læknað hann af krabbameini með fjarheilun fyrir nokkrum árum, en auðvitað treystum við því að geimfarar NASA séu í fullkomnu andlegu jafnvægi, svo ég sé enga ástæðu til að efast.

Engin ummæli: