13. júlí 2008

Fínt en gallað forrit



Þeir sem eiga bækur á mörgum stöðum þekkja það þegar yfirsýnin bregst. Allt í einu á maður fleiri en eitt eintak af sömu bókinni, á ekki bók sem maður var viss um að maður ætti eða finnur bók sem maður vissi ekki að væri til.

Þegar Óli Sindri var unglingur skrifaði hann lítið gagnagrunnsforrit fyrir makka sem ég notaði í einhver misseri. Fyrir stuttu skipti ég yfir í Delicious Library. Lítið forrit sem heldur utan um bækur, geisladiska og tölvuleiki. Hægt er að nota það sem mynd af bókahillu eða lista af bókum og endurraða á svipstundu eftir aldri, efni, höfundum, lestri eða hverju því sem maður kýs.

Forritið les strikamerkin á bókunum og finnur þær sjálfkrafa í gagnagrunni. Séu þær ekki með strikamerki er hægt að leita eftir úthlutuðu númeri í nokkrum kerfum, titli eða höfundu.

Alla jafna finnur forritið bókina á örfáum sekúndum eftir að maður hefur borið hana upp að vefmyndavélinni.

Gallinn er sá að íslenskar bækur eru ekki í gagnagrunninum. Aðal gagnagrunnurinn er Amazon.com og þær íslensku bækur se finnast eru illa skráðar, með stafabrengli og jafnvel villum í skráningu.

Ef einhver kann lausn á þeim vanda yrði ég óendanlega þakklátur. Það hlýtur fjandakornið að vera til íslenskur gagnagrunnur sem skáir bækur eftir ISBN. Það hlýtur að vera hægt að fá aðgang að honum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er vel hægt að leita eftir ISBN í Gegni.

Nafnlaus sagði...

Jú, ég veit það.

Vandinn er að finna einhvern grunn sem hægt er að siga forritinu á, án þess að vera með meistaragráðu í forritun, og láta það síðan um vinnuna.

Nafnlaus sagði...

Þetta er bara einfalt cgi-bin, sýnist mér.

Ef viljinn er fyrir hendi væri eflaust ekki erfitt fyrir forritara Gegnis að bjóða upp á að skila færslum á xml-formi, sem þannig væri einfalt að nýta í hvaða forriti sem er.